Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1997, Page 9

Ægir - 01.06.1997, Page 9
Einar Svansson tók viö starfi framkvcemdastjöra Fiskiðjusamlags Húsavíkur síðastliöið haust. Síðan þá hefur hann unnið ásamt stjóm fyrirtœkisins að stefhumótun inn í nýja öld og á gninni hennar liafa verið teknar stórar ákvarðanir, nú síðast að kaupa Pétur Jónsson RE, einn stcersta og öflugasta rcekjufrystitogara landsins. „Kaupin á Pétri Jónssyni styrkja fyrirtækið mikið og eru einn liður í að skapa skilyrði til aukinnar arðsemi fyrir eigendur fyrirtœkisins," segir Einar. Myndír: ióh Kaupin á rækjutogaranum Pétri Jónssyni á dögunum komu sannast sagna mörgum á óvart og verður ekki sagt að við svo stórtækri fjárfestingu hafi verið búist af Fiskiðjusamlaginu á þessum tímapunkti. Einar segir að þessi aðgerð hafi verið rökrétt fram- hald af vinnu undangenginna mán- uða og hann er ekki þeirrar skoðunar aö í of stórt verkefni sé ráðist. „í sjálfu sér erum við ekki aö færast svo mikið í fang og þetta er rökrétt framhald af stefnumótunarvinnu okkar í vetur. Endanleg ákvörðun um sameiningu Fiskiðjusamlagsins og Höfða var tekin á hluthafafundum í nóvember og strax í framhaldi af því ákváðum við að fara í stefnumótun þar sem við legðum niður fyrir okkur markmið hins nýja fyrirtækis fram yfir aldamót- in. Höfuðdrættirnir í þeirri stefnu lágu fyrir nú í byrjun maí og í framhaldinu gerðust hlutirnir mjög hratt. Á grund- velli stefnunnar voru teknar stórar ákvarðanir eins og að fara á hluta- bréfamarkað í lok júnímánaðar og jafnframt hefur stærsti hluthafinn, ÆGIR 9

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.