Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1997, Page 19

Ægir - 01.06.1997, Page 19
taka svo mikið af mér. Árum saman var ég á netum á þessum báti og fiskaði allt upp í 130 tonn yfir árið. En svo þegar skerðingarnar komu þá varð að bregðast einhvern veginn við. Ekki gat maður verið atvinnulaus." -En er ekki aðeins að birta yfir með auknum kvóta? „Jú, það er óskaplega mikill munur að fá þessa aukningu tvö ár í röð. Á þessu tímabili fer kvótinn hjá mér úr 28 tonnum í 48 tonn og það munar um það. Maður getur auðvitað ráðið hversu mikill mannskapur er um borð en ef maður er einn þá er afkoman í lagi. En þegar fiskaðist sem mest á net- unum þá vorum við þrír á bátnum þannig að það má segja að maður hafi fórnað áhöfninni fyrst þegar skerð- ingarnar byrjuðu. En það hversu mik- inn afla ég hafði á bak við mig hjálpaði í úthlutuninni en þeir sem voru einir á voru með mun minna og fengu því minni úthlutun." Ekki dans á rósum Trausti segir að útgerð smábáta hafi ekki verið auðveld undanfarin ár og sérstaklega hafi verið gengið harkalega af stjórnvöldum að þeim mönnum sem voru einyrkjar á minnstu bátunum og misstu nálægt tveimur þriðja hluta af kvótanum. „Þetta voru menn sem kannski voru með 30 tonn og fóru alveg ofan í 10 tonn. Hvernig eiga menn að lifa á þessu afla? Þetta dugar varla fyrir nema skoðuninni á bátunum og búið. Þessir menn hafa margir misst það sem þeir áttu og horfa eflaust svekktir upp á aukninguna núna. En Hafrannsóknastofnun segir okkur að þess sé ekki að vænta að meira verði hægt að auka að sinni vegna þess að sterkan árgang vanti inn í en það er mikill munur ef hægt er að halda þeirri aukningu sem núna er komin/' segir Trausti og bætir við að hann þakki fyrir að hafa ekki tekið þann kost að selja frá sér kvóta. „Nei, ég var ákveðinn í að selja ekki frá mér atvinnuna. Frekar yrði ég einn á þessu en eins og ég sagði áðan þá varð maður að henda hásetun- um fyrir borð," segir Trausti en hann hefur gert bát sinn út í 15 ár. Smábátaeigendur: Spara milljónir með tryggingaútboði Landssamband smábátaeigenda aflaði í vetur tilboðs hjá bresku tryggingafélagi í bátatryggingar fyrir þá félagsmenn sem gætu nýtt sér þær. All margir nýttu sér þenn- an möguleika og samkvæmt upp- lýsingum frá Landssambandi smábátaeigenda ná þeir fram verulegum sparnaði meb þessari abgerð. Leitað var ráðgjafar hjá trygginga- miðlara varbandi leiðir til að lækka tryggingar smábátanna og var niður- staðan sú ab farin var leið ekki ósvipuð þeirri og Félag íslenskra bif- reiðaeigenda gerði fyrir félagsmenn sína. Tryggingafélagið sem bauð í pakkann heitir Cox og starfar á Llyod's markaðnum og að mati Landssambands smábátaeigenda getur í sumum tilfellum verið um verulegan sparnað ab ræba og samanlagt er sparnaðurinn reikn- aður í milljónum. Áframhald verður á vinnu varð- andi tryggingamál smábátasjó- manna því gert er ráð fyrir að afla tilboba í slysatryggingar þeirra og verður íslensku tryggingafélögunum boðið að gera tilboð í þann pakka. Væntanlega verður aflað tilboða á næstu mánuðum. HAGGLUNDS DRIVES Vökvamótorar Afl sem tekur lítið pláss. - Tengist beint á vindur eða iðnaðarvélar. - Snúningsátak allt að 150.000 Nm. Mótorar á lager. Hönnum vökvakerfi. Viðgerðar og varahlutaþjónusta. Spilverk - Sig. Sveinbjörnsson ehf. Skemmuvegi 8, Sími 544-5600 Fax: 544-5301 ÆGIR 1 9

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.