Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Qupperneq 12
8
liefur iðulega blóðuppgang, og er eðlilegast að skoða það sem
votl þess, að uppgangur hafi verið úr lifrarsulli upp í lungu.
En viðbótin í .síðustu sögunni er ágælt einkenni: henni batn-
aði ekki í einu velfangi, heldur var »nokkur sullur« eftir fyrst,
og getur því vel verið, að hún hafi haft íleiri sulli en einn, ef
lil vill bæði i lifur og lungum. I3etta er mjög sennileg saga.
Töluvert nákvæm sjúkdómslýsing er í Jónssögu helga,
bæði hinni elstu og Jónssögu Gunnlaugs munks. í Jónssögu
helga liinni elstu segir svo (Biskupas. I. 178):
»Á öðru ári« (þ. e. 2. ári eftir að bein Jóns helga voru
tekin upp) »á öndurðum vetri, tók mær sú hættligl mein, er
Arnríður hét. I3at var með því móti, at hon kendi firir brjósti
sér ok at síðunni út öðrum megum sárligra verkja ok mikilla
óhægenda. Henni féll meinit svá nær, at öllum mönnum þótli
hon at bana komin. Þat fylgdi ok at ódaunan gekk svá mikit
af henni, at menn þóttust varla mega nýta at sitja yfir henni.
Eigi mátti lion sofa né matast. Faðir hennar var sorgmóðr of
hennar vanheilsu. Ok er honum þótti lion vera mjök fram
komin, þá tekr hann hana upp í faðm sér hógliga, ok vildi
vita, ef hann mætti nokkut kenna undir höndunum, hvernig
meininu væri farit, því at liann var læknir góðr. Ok er hann
þreifar um hana, kennir liann fyrir ofan nafla, við rifin öðrum
megurn, at þar var sullr mikill og ógurligr, ok þá tekr hann
lil orða: Ef fénaðr nokkur hefði slíka sótt, þá munda ek skera
til, en nú þori ek þat eigi fyrir guði. Eptir þat liét hann á
hinn heilaga Jón biskup til árnaðarorða við almáttkan guð . .
.......ok þegar er heitið var fest, þá sofnaði mærin ok svaf
til morgins. Eptir þal tóku þeir, er yfir henni sátu, ok dreiptu
vatni því í mjólk, er bein hins heilaga Jóns biskups höfðu
verit þvegin í, ok létu meyna drekka allt saman. Ok jafn-
skjótt, sem hon hafði bergt, þá gaus upp úr lienni spýja mikil
með mikilli fýlu. Eptir þat lá hon kyr til aptans, þá tekr faðir
hennar ok þreifar um hana öðru sinni, ok kennir hann at þá
var sullrinn sprúnginn ok þrotinn laupinn i sundr í þrjár
hellur. En er iii nætr voru liðnar frá því er heitið liafði verit,
þá var mærin svá alheil sem liún liefði aldreigi sjúk orðit«.
í Jónssögu Gunnlaugs munks (Biskupas. I. 252) er sagan
mjög svipuð. Þó er þar ekki getið um fýluna, sem fyrri sagan
segir að liafi lagl af henni í legunni, en þegar hann tók að
þreifa liöndum um hana, ». . . . laust upp úr henni svá mik-
illi fýlu, al enginn þóttisl slíkt kennt hafa......þá kennir