Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Page 13

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Page 13
9 liann undir brjóstinu, í milli skinns ok hörunds, stóran sull ok mikinn, er tók allt út undir rifin ok niðr al nafianum«, Pað virðist ekki minsti vafi á, að þessi saga sje sönn og að Arnríður litla liafi haft sullaveiki, og grafið í sullinum. Lýsingin er ágæt, og það er auðsjeð að sagan segir það einnig salt, að faðir hennar hefur verið læknir; hann hefur sjálfur sagt söguna og lagt til lýsinguna; þess vegna er hún svo óvenju ótvíræð. Það er einnig auðsjeð, að síðari sagan er rjettari, þar sem lienni munar frá liinni; rjettara að fýlan fanst ekki fyrri en faðir hennar hafði »lagt hana í kápuskaut sjer« og þuklað. Sullurinn, sem var kominn að því að springa, þurfti ekki meira en þetta linjask. Við það sprakk hann inn í magann. Hvað sem áheitinu líður, er ekki að efa það, að beinavatn Jóns helga hefur reynst gott uppsölulyf og stuðlað að þvi að tæma sullinn. Sjúkdómslýsing þessi er merkileg einnig að því leyti að hún sýnir, að mönnum hefur verið vel kunnugt um sulli í búfje, og hafa meira að segja fengisl við dýralækningar með skurði, og að faðir Arnríðar hefur lagt gjörva liönd á þess konar, þó þess sje ekki beinlínis gelið í sögunni. En eflaust var það heppilegt, að hann »sakir var- ygðar« þorði ekki að skera í sull Arnríðar. Þessar síðustu sjúkrasögur tvær taka af öll tvímæli um það, að kring um árið 1200 var sullaveiki lil hjer á laruii, hœði ú Norður- og Suðurlandi i mönnum og skepnum, því að jeg tcl óliætt að álíta, að sjúkdómslýsingin í Þorlákssögunum eigi við Sunnlending, og að Arnríður hafi verið Norðlendingur, þó livor- ugl sje beinlínis tekið fram. Áheilin í Þorláksögum eru auð- sýnilega gerð í Skálholti, og vatnið af beinum Jóns helga hefur varla verið flutt langt frá Hólum svo snemma. Enn er ein sjúkdómslýsing í Biskupas. II. 173, og er hún að vísu bersýnilega blönduð hindurvitnum, en ekki ómerkileg, og svo þótli Einari Gilssyni, sem orti kvæði um sjúkdóminn. Sagan er svo: »Anno Domini MCCCXLIII kom sú kona lil Hóla úr Vestfjörðum, er Yngvildr Magnúsdóttir hét; lienni bar svá til, at hún gekk til brunns eptir dagselr á langaföstu, ok lók sér vatn meðr úhreinni fötu ok drakk skjóllega, ok i sylgnum þóttist hún kenna þvílíkt sem hún gleypti liár eðr nokkurs háttar slrá með vatninu. Eptir þat sést liún um, ok finnr á barmi fötunnar liggja einn vatnorm lítinn; önnur kona, sem gekk með henni, sá þetta sama ok vildi þar fyrir eigi drekka. Ok eplir páska um várit fann hún með sér at hún var slungin 2

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.