Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Side 23

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Side 23
19 athugun prentuð fyr en 1800,1) enda ekki alment þekt fyr en 1810—20, þegar Rudolphi og Bremser tóku þessar rannsóknir upp aflur og komust að sömu niðurstöðu um eðli sullanna. Rudolphi myndaði orðið echinococcus og hafði það um band- ormshausana í sullunum, eða það, sem nú er nefnt scolex. Nú er þetta orð jafnaðarlega haft um sullina sjálfa, blöðr- una með öllu innihaldi. Hins vegar skjátlaðist honum í því að álíta, að þessir sullir í mönnum og skepnum væru ekki sömu tegundar, og aðgreindi því echinococcus hominis og echinococcus veterinorum. Slíkar rannsóknir var ekki unt að gera nema með smá- sjá, en þær voru um þetta leyti fátiðar, og eílaust ekki til á íslandi. r I'V. Islenslsir læknar nrn veilsina 1800-1847. Fyrri helming 19. aldar gerist lílið sögulegt hjer á landi að því er snertir sullaveikina. Þekkingu læknanna fer ekki fram, heldur öllu fremur aftur. Rað er sannast að segja, að þessu hinu sama fór fram aunarsstaðar. Þekkingu náttúrufræðinga og lækna á sullum fór yfirleitt aftur á þessu tímabili, og það komst þar að marg- víslegur glundroði. Menn gleymdu því aftur flestir að band- ormshausar höfðu fundist í þeim, og einblíndu á hitt að í suma vantar alveg hausana (geldsullir); og jafnvel þeir, sem þektu bandormshausana, t. d. Rudolphi og Bremser, álilu að þessi dýr væru orðin til við sjálfsmyndun (generatio œguivocaj. Annar eins maður og Laennec vildi því (1804) kalla alla sulli »AcephaIocyste«, og taldi í þeim hinum sama flokki svo frá- leita hluti sem mola hgdatidosa, en áleit raunar alt þetta lif- andi. Aðrir komust svo langt frá uppgötvun Goeze, að þeir efuðust um að sullir væru lifandi. Og síðar, þegar kenning Laénnecs fór að missa gildi, og menn sáu að það var undan- tekning að hausana vanlaði, álitu þeir að sullhúsin væru ekki 1) Sbr. V. Rasnuissen: Bidrag til Kundskab om Echinococcernes Udvikling hos Mennesket, Kjobcnliavn 1866, bls. 5—6, og II. Vierordt: Die klinisch wichtigen Parasiten i Neuburger und Pagel: Ilandb. d. Gesch. d. Medizin II. 1. 3*

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.