Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Page 28

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Page 28
24 Éftir Jón Tkorstensen er prentuð í frönsku límariti rit- gerð um algengustu sjúkdóma á íslandi,1) sem hann hefur skrif- að árið 1837. Þar er kaíli um sullaveikina f»induratio hepalisa), lýsing á veikinni og meðferð hans. Ekki kemur þar fram neitt verulegt annað en í skýrslum lians. Þó má sjá af þessari rit- gerð, að liann hefur tekið eftir því, að vöxtur sulla stendur stundum í stað um stundarsakir. Hann segist liafa krufið 4 sjúklinga með lifrarveiki og nokkrum sinnum stungið á þeim; ekki kemur neinstaðar fram á þessum stað neinn vottur þess, að hann hafi talið sullina lifandi, nje heldur að sullaveiki væri annarstaðar en i lifur og í kviðarholi. Orsök veikinnar telur hann einkum vosbúð og óhentugan skófatnað. Gisii Hjálmarsson (hjeraðslæknir 1845—1860) virðist hafa gefið sullaveikinni og meðferð hennar töluverðan gaum. í fyrstu skýrslunni (1846) lætur hann í ljósi einkennilega skoðun: »Den ahnindelige saakaldte Leverforhærdelse, hvilken dog i de fleste Tilfælde jeg har iagttaget, snarere er Lungerne, af en . . . fors0mt Pleuritis, som har efterladt pseudo-plastiske Dannelser, sædvanlig af en hydatiaös Form. Jeg har aldrig i disse — være det mig tilladt at kalde dem — abnorme Dan- nelsesceller kunnet iagttage noget, der tydede paa en levende eller selvstændig dyrisk Organisation . . .«. Pannig leið þá allur þessi tími, að enda þótt landlækn- arnir sendu heilbrigðisráðinu danska árlega skýrslur sínar og annara lækna á íslandi, þá vekur veikin ekki mikla alhygli þar, enda var það tæplega von, eftir því sem þær voru úr garði gerðar. Pær hafa lent í skjalasöfnum í Höfn lilið lesnar. Eftir 1840 var útdráttur úr skýrslu landlæknis prentaður í við- auka við Bibliothek for Læger, og þar er sjúkdómsins ekki gelið. Að visu fjekk E. Fenger2) nasasjón af því, að lifrarveiki væri algeng á íslandi, og ber fyrir því skýrslur íslenskra Iækna, segir og, að íslendingar með lifrarveiki hafi hvað eftir annað legið á sjúkrahúsum í Kaupmannaliöfn, og selur fram liugleið- ingar um þennan leyndardóm náltúrunnar, að lifrarveiki sje algeng í heitu löndunum og einnig í kuldanum á íslandi, en fágæt í tempruðu löndunum. Það er því auðsælt, að hann hef- ur ekki hugmynd um, að lifrarveikin íslenska sje sullaveiki, þóll hann liafi lesið skýrslur íslenskra lækna; annars liefði 1) J. Thorslensen: Tractatus de morbis in Islandia freqventissi- mis (Memoires de l’academie de medicine vol. VIII. 1840). 2) Plan til en Forelæsningscyclus over den almindelige Patlio- logie. Khavn 1843. Tekiö eftir Krabbe í Piech. helminthol.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.