Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Blaðsíða 45
41
Stjórnin fjelst ekki á tillögu alþingis um liundalækning-
una, enda hafði dýralæknaráðið, eftir tillögum Krabbe, lagt á
móti henni, en hún fjelst á fyrirmælin um sullina og, illu heilli,
á breytingu alþingis á skattgjaldinu, og 25. júní 1869 kom út
»tilskipun um hundahald á íslandi«, sem var í gildi næstu 20 árin:
Tilskipun um hundahald á íslandi.
1. gr. Sjerhver húsbóndi skal skýra frá á ári hverju, í
kaupstöðum um fardaga og í sveitum á hreppaskilaþingum á
vorin, fyrsta sinn árið 1871, liversu margir hundar sje á heim-
ili hans, hvort sem hann á þá sjálfur eða einhver annar.
Fjölgi hundarnir á árinu, þá er liann skyldur að segja lög-
reglustjóranum í kaupstöðunum og hreppstjórunum til sveita
til þess, áður 3 vikur sje liðnar. Að því er snertir hunda þá,
sem heimaaldir eru, skal frestur þessi talinn frá því, er þeir
eru orðnir fullra 4 mánaða, og að því er snertir aðfengna
hunda, frá þeim degi, er þeir komu á heimilið.
2. gr. Lögreglustjóranir í kaupstöðunum og hreppsljór-
arnir í sveitum skulu árlega á hreppaskilaþingum á vorin, á-
samt alt að 4 mönnum, sem kaupstaðar- eða hreppsbúar kjósa,
ákveða, hversu marga hunda hver húsbóndi þurfi til þess að
hirða nautpening sinn, hesta eða sauðfje, og til þess að verja
tún og engjar. Fyrir hvern hund, sem lialdinn er fram yfir
hina ákveðnu tölu, skal eigandi gjalda 2 ríkisdali á ári.
3. gr. Lögreglustjóri sá eða hreppstjóri, sem í hlul á, skal
halda sjerstaka bók, og rita þar í lölu og nöfn allra húsbænda
i kaupstaðnum eða hreppnum, og skal þar um leið tilgreint,
hversu marga hunda hann haldi, og skýrt frá, hvort greiða
eigi gjald fyrir hundana eða eigi. Svo skal hann og sjá vand-
lega um, að ekki sje neinstaðar í kaupstaðnum eða hreppnum
haldnir aðrir hundar eða fleiri en þeir, sem leyfilegt er að hafa
afgjaldslaust samkvæmt 2. gr., eða sem sagt hefur verið til til
greiðslu hins lögboðna gjalds. Fyrir livern annan hund, sem
hittist, skal eigandinn gjalda 5 ríkisdala fjesekt; fær uppljóstr-
armaðurinn annan helming sektarinnar, en sveitarsjóðurinn
hinn helminginn, og ber eigandanum þar á ofan að greiða liið
lögboðna gjald fyrir liundinn. Finnist enginn eigandi að slílc-
um hundi, skal hundurinn drepinn.
4. gr. Skyldur er hver sá, sem lætur slátra skepnu, er
sullir finnast að grafa þegar í stað slátur það, sem sull-
meingað er, að meðtöldum hausum af höfuðsóttarkindum, svo
djúpt í jörð niður, að hundarnir geti ekki náð því, eða að
6