Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Page 50
46
Hinn liðurinn í vörnum gegn veikinni er fólginn í alþýðu-
frœðslu um eðli hennar og orsakir, og hefur hún eins og eðli-
legt er komið frá læknunum, bæði að undirlagi stjórnarinnar
og af eigin hvötum.
Auk bæklings Krabbe, sem áður var nefndur, hefur
tvivegis verið útbýtl ókeypis á landssjóðs koslnað alþýðlegum
bæklingi eftir Jónassen1), og öllum öðrum fremur gerði hann
sjer far um, með mörgum blaðagreinum, að áminna almenning
um orsakir veikinnar og brýna fyrir honum varúðarreglurnar.
Af Hjaltalín var ekki neins að vænta i þessa átt eftir skoð-
unum hans, og Jón Finsem fór brátt af landi burt. Nöfn al-
þýðlegra rilgerða á íslensku um sullaveikina verða tilgreind
siðar.
Ýmislegl bendir á að alþýða hafi verið seintekin og treg
til að leggja trúnað á þessa fræðslu. Að vísu kemur það ekki
fram í umræðunum á alþingi í hvorugt skiftið, svo að teljandi
sje, en í doktorsritgerð sinni (1882) segir Jónas Jónassen2), að
hundar fái sama tækifæri sem áður lil að jeta sulli og sulla-
slátur, og almenningur trúi því ekki, að sullaveiki slafi frá
hundum, og gæti ekki varúðar við þá. 1887 segir J. E. (Þjóð-
ólfur XXXIX. ár, nr. 3) að hann útbýti sullapjesa Jónasar Jónas-
sen, »en margur, þó skömm sje frá að segja, hefur afþakkað
að eignast hann. Sumir liafa þegið hann bara af því hann
fjekkst ókeypis, og sagt sem svo, að þó þeir ekki læsu kverið,
væri rjett að þiggja það, fyrst það kostaði engin peningaútlát«.
1890 segir Jónassen3 4): »yfir höfuð að tala virðist alþýða alls
ekkert hirða um að fylgja þeim varúðarreglum, sem margoft
er búið að gefa«. Árið 1894 segir Eyjólfur Gnðmundsson*), að
erfitl og seint hafi gengið að sannfæra almenning um orsakir
sullaveikinnar, »ótrúlega margir eiga þennan vilnisburð skilið«.
Hins vegar bera skýrslur hjeraðslækna frá síðustu árum það
með sjer að nú er trúin orðin algeng, en hvort liún kemur
fram í verkunum er annað mál. Eflaust hefur því alþýðu-
fræðslan borið ávexti, og í því efni má ekki gleyma þeirri
fræðslu, sem skólabörnum er veilt, t. d. í náttúrufræðiskenslu-
bók Bjarna Sœmundssonar.
1) J. Jónassen: Sullaveikin og varúöarreglur gegn henni. Reykja-
vík 1884. 2. útgáTa Heykjavik 1891.
2) BIs. 110.
3) ísafold XVII. ár, bls. 278.
4) ísafold XXI. ár, bls. 22.