Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Page 55

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Page 55
51 áslungur og Olafnr Gnðmnndsson; ekki verður lieldur sjcð, hverja ástunguaðferð hann notaði, en árangurinn virðist hafa verið góður. Jónassen segir greinilega söguna af sinum ástung- um, og viðhafði liann þær fyrstu læknisár sín, stundum ein- falda ástungu og dró þegar alhólkinn út, er tæmingu var lokið; stundum ljel hann hólkinn liggja inni (canule á demeurej og stundum viðhafði hann áslungudælu eftir aðferð Dieulafoijs. Honum reyndist það ekki vel að taka hólkinn út, því oftast safnaðist aftur í sullinn, og af 25 sjúklingum læknuðust ekki nema 3 með þessari aðferð. Ástungu, og stungugatinu haldið opnu, viðhafði liann 27 sinnum við graftarsulli, og Iæknuðusl 10, en 17 dóu. Hann dregur í efa, livort nokkur liafi lifað eftir þessa aðferð, sem hafði graftarsull óvaxinn við magálinn, og eru allar líkur til, að það sje rjetlmæt efasemd. Hann hætti því nálega algerlega við ástungur, því að aðferð Dieulafoys reyndist honum ónýt til að tæma sullina. Hann fjekk því brátt glögt auga fyrir ókostunum við áslunguaðferðirnar, og svo var um fleiri lækna. Eílausl stafaði hinn Ijelegi árangur meðfram af því, að þá voru menn ekki farnir að sóltlireinsa áhöldin, og flullust því bakteríur með þeim inn í sullholið, og gróf í, enda þó vatn væri við fyrstu áslungu; það jók hættuna að miklum mun við næstu ástungu. Gallarnir við allar ástungur eru miklir, — enda þótt þess konar slys beri ekki til, — svo miklir, að að ferð sú er með rjettu lögð niður. Oft næst ekki vökvinn út, af því að sullaungar leggjast fyrir opið og stifla. Hve vel sem tekst, þóll vökvinn tæmist og sullurinn drepist, er liýðið eftir sem dauður að- skotahlutur, ef einföld ástunga er notuð, og getur löngu síðar grafið í, ef hakteríur berast að úr blóði eða galli. Sje gröftur í sullinum og bakleríur, má telja lífhimuubólgu vísa, nema sull- urinn sje áður vaxinn við magálinn, og slíkt er jafnaðarlega ekki unt að vita fyrir. En enda þótt engar bakteríur sjeu í sullinum, liefur oft orðið sú reyndin, að sjúklingurinn hefur eitrast af þeim vökva, sem seitlað hefur út í kviðarholið, og valdið bráðum bana. Pað er einkennilegt, að hvergi sjesl vott- ur þess, að íslenskir læknar hafi hitl þess konar, svo mörg dæmi sem þess eru í úllöndum. Loks hafa menn á síðari tím- um orðið vísari einnar hællu, sem öllum var ókunnugt um fram um 1880; en hún er sú, að með vökvanum geta komisl bandormahausar úl í kviðarholið og orðið þar að sullum, jafnvel sullageri. Ástungan getur því valdið sullaútsæði, sem ekki verður vart fyrri en síðar, svo árum skiftir. 7*

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.