Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Side 63
59
hefur í belgholinu og reynst nauðsynlegt að opna það aftur.
Skoðanamunur er því meðal lækna um það, hve oft beri að
nota þessa aðferð, og livort liún sje heppileg við lifrarsulli.
t*á hafa og stundum verið viðhafðar enn aðrar aðferðir,
og má þar til nefna belgfláttu og belgnám. Belgflátta (enuclea-
tioI er í því fólgin að flysja belginn út, þegar búið er að laka
út sullinn, en líðkast lítið, enda stendur gagnsemi þess verks
ekki í neinu rjettu hlutfalli við erfiðleikann og hættuna. Belg-
nám (exstirpatio) kalla jeg það, þegar sullurinn, með belgnum
utan um hann, er tekinn burt í heilu lagi, og enda meira hold
með en blábelgurinn, jafnvel slykki af lifrinni. Ekki kann jeg
að segja, hver liafi fyrstur notað þessa aðferð. Eftir þvi sem
Langenbuch segir1) virðist það hafa verið Harrison Cripps
(1886), en ekki er ólíklegt, að slíkt hafi verið gert einhvern
tíma fyr. Belgnám er oft góð aðferð og sjálfsögð þar, sem
sullurinn iiggur vel við; en aðalaðferð má hún ekki verða, þó
sumir fæknar virðist vænta þess. Báðum þessum aðferðum
svipar að því leyti til Thornton-Bobrow’s aðferðar, að skurðin-
um er lokað þegar í stað.
Þar með eru þá taldar aðalskurðaraðferðirnar, sem notað-
ar hafa verið. Það er augljóst, að dirfska lækna hefur yfirleitt
farið vaxandi, eins og eðlilegt er, svo við þennan sjúkdóm sem
aðra, en kapp er best með forsjá. Því að eins ber að velja að-
ferð, sem tekur skemri tíma til fækningar, að áhættan sje ekki
meiri en við seinsótlari aðferðir. Og hættan er aðallega fólgin í
tvennu: útsæði af bakteríum, að utan eða innan, og útsæði af
hlutum dýrsins, hausum og sullaungum.
Eins og áður var drepið á, þektu læknar ekki þessa
síðarnefndu liæltu framan af, eða vildu ekki leggja trúnað á
hana. En þar sem þekkingin á þessu er aðaluppgötvunin, sem
gerð hefur verið á hfsferli sullabandorma, þegar þeim sleppir.,
er áður var skýrt frá, verð jeg að fara nokkrum orðum um
hana. Hún er eitt dæmi þess, hvernig líf og velferð sjúklinga
getur oltið á vitneskju lækna um lítilfjörlegt atriði í lífsferli
auðvirðilegs dýrs, og mætti því verða til þess að auka lotning-
una fyrir náttúrufræðislegri þekkingu, enda í þeim greinum,
sem í svip kunna að virðast gagnslitlar.
Raunar hafði Naungn haldið þvi fram (1862), að sulla-
ungarnir yrðu oft til úr bandormshausum eða hausahreiðrum,
en það var hvorttveggja, að þá lögðu fáir náttúrufræðingar
1) Chirurgie d. Leber und Gallenblase 1894, bls. 156.
8*