Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Side 73

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Side 73
69 gert tilraun til að ákveða tölu sullaveikra á íslandi1), benti á gallana við aðferð Jóns Finsen, og rej'ndi að sneiða hjá þeim með því að fá 13 hjeraðslækna til að telja sullasjúklinga í þeim hluta umdæma sinna, sem þeir þektu best. Árangurinn af þessu varð sá, að á 7382 manneskjum (utan Reykjavíkur) sáust sullir á 121 eða 61. huerri, og þettu álitur hann nœrri sanni á öllu landinu. Með þessu móti varð talan, sem miðað var við, miklu hærri en hjá Jóni Finsen, og þeim mun lík- legra að útkoman sje rjettari, og auk þess alt bygt á sögusögn læknisfróðra manna, og nær því rjetta verður tæplega komist með þessum aðferðum. En Jónassen tók það fram, eins og Finsen, að um leynda sulli væri eklci unt að fá vitneskju nema með krufningum, og er það deginum ljósara. Skýrslur um krufningar eru engar til á prenti, nema ein, og fáar í skrifum. í’að hefur altaf verið töluverður óhugur í mönnum hjer á landi við það að láta kryfja ættingja sína, og hefur haldist hjer lengur en annarstaðar. Það er því ekki unt, enn sem komið er, að fá vitneskju um rjetta hundraðs- tölu þeirra manna hjer á landi, sem sullir sjeu í. Þessi prentaða skýrsla er frá holdsveikraspitalanum í Laugarnesi2), og Sœmundur prófessor Bjarnhjeðinsson liefur góðfúslega lálið mjer í tje skýrslu um þær krufningar, sem hafa bætst við síðan. Alls hefur hann krufið þar 86 lík og fundið sulli í 26. Þetta eru ákaflega háar tölur, og gætu í fljótu bragði gefið grun um að talningaraðferðir Jóns Finsen og Jónasar Jónassen hafi gefið of lágar tölur. En það virðist mjög senni- legt, að tillölulega töluvert íleiri holdsveikir menn sjeu sulla- veikir en aðrir; sennilegt er, að á þeim heimilum, þar sem holds- veikar manneskjur ná að sýkja aðrar, sje einnig hættara við sýkingu frá hundum. Nokkrar krufningar liafa og farið fram í Heilsuhælinu á Vífilsstöðum. Sigurður Magnússon hefur skýrl mjer frá, að i 14- krufnum likum hafi hann atdrei fundið sutli. Þelta er ljós vottur þess að ekki má miða við Laugarnestöluna, þegar um landið er að ræða í heild sinni. En þótt ekki sje unt að vita með neinni vissu um rjelta tölu sullasjúklinga á íslandi, væri einkar þarflegt að reyna 1) Jónas Jónassen: Ekinokoksygdommen, helyst ved islandske Lægers Erfaring. Kjobenhavn 1882, bls. 17—18. 2) Sœmundur Bjarnhjeðinsson: Les kystes liydatiques et les lep- reux en Islande (Lepra. Bibliotheca internationalis. Vol. 5. Fasc. 3. Leipzig 1905).

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.