Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Side 76

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Side 76
72 einnig ótvíræðlega á, að sullaviðkoman sje ekki mjög mikil nú orðið. Jeg álít, að því megi Ireysta, að nú sjen hjer um bil J sinnum fœrri sullasjúldingar en þegar þœr skgrslur hófust, sem verulegt mark er lakandi á. Sje það rjett, sem Jónassen áleit eftir sinum rannsóknum, að 61. hver maður á landinu utan Reykjavikur hefði sjmilega sullaveiki, þá œtti nú ekki meira en í mesta lagi 240. hver maður utan kaupstaða að hafa hana á þessu stigi, eða hjer um bil 4°joo. Það væru í mesta lagi 300 sjúklingar á öllu landinu, og þeim fækkar óðum, því færri bætast við en læknast og deyja. Þessa rjenun veikinnar má eflaust þakka starfsemi lækn- anna, og lagaákvæðunum, sem gerð hafa verið eftir þeirra hvötum. Og fremstur í flokki læknanna í þessu efni var Jónas Jónassen. Fremur öllum öðrum íslenskra lækna má þakka lionum það. F*ó hann gerði engar nýjar uppgötvanir að því er veikina snerti, var sívakandi áhugi hans á þessu máli heilla- drjúgur. Öðrum fremur prjedikaði hann í tíma og ótíma fyrir almenningi, og hann glæddi áhuga læknanna með fyrirspurn- um sínum um sullaveiki og bandormalækningar liunda. Jeg hef áður vikið að því, að lögin um liundaskatt liafi orðið þess valdandi að hunduin muni hafa fækkað, og því færri sem hundarnir eru, þeim mun minni er auðvitað hættan á að þeir sýki. Að lækningum liunda af bandormum og með- ferð á sullum sje sumstaðar ábótavant, á því er ekki efi; það sýnir vitnisburður sumra lækna, og magnaður grunur leikur á þvi, að sullaveiki sje sumstaðar enn algeng í búpeningi. Ef svo er, þá er það ljós votlur þess, að hundarnir ná enn í sulli, og að liundalækningarnar drepa ekki ormana. Ymsir læknar (sjerstaklega Ólafur Thorlacius og Skúli Árnason) hafa hvað eftir annað í skýrslum sínuin látið í Ijósi efa um það, að mikið gagn sje að hundalækningunum, og segjast liafa orðið þess vísari, að sömu hundarnir hafi ár eftir ár, og alla æfi, reynst bandormasjúkir. Sje skoðun þessara lækna rjett, þá er rjenun veikinnar aðallega því að þakka, að almenningur er varúðarmeiri í sambúð við liundana, en eingöngu að því er manneskjur snertir. En þetta er ekki nægilegt. Alla þá slund, sem hundar ná að veikjast af bandormum, eru þeir hætlulegir mönnum, enda þó varygðar sje gætt, þótt það sje síður en áður, þegar enginn kunni að vara sig á þeim. Guðmundur landlæknir Björnsson hefur safnað og bókfært margs konar fróðleik um heilbrigðismál landsins á eftirlitsferð-

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.