Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Page 77

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Page 77
73 um sínum. Meðal annars hefur hann lagt spurningar fyrir hjer- aðslæknana um sullaveiki, höfuðsált, hundalækningar og hunda- varúð. Hann hefur gert mjer þann greiða að skrifa upp útdrátt úr »ferðahók landlæknis«, er snertir þetta efni, og er hann hjer prentaður í viðbætinum (fylgiskjal III). Það er gleðilegt að sjá, hversu nálega öllum læknunum ber sanian um rjenun veikinnar í mönnum. Bókin hefur einnig að gej'ma frásagnir læknanna um al- mennan þrifnað, en ekki hef jeg heimild til að láta prenta þær. IJað leynir sjer ekki — eins og vænta má —, að mjög svo fara saman umbætur á þrifnaði og rjenun sullaveiki. t*að væri fróðlegt að vita, hvort mikill munur hafi verið á hjeruðunum; hvort sullaveikin hafi verið mjög misskifl niður í landsldutana. En til þessarar fræðslu eru lítil drög; allsendis ónóg til þess, að gerlegt sje að reyna að setja upp töfiu yfir þelta á sama tímabilinu og skýrslurnar ná yíir. Hvað eftir annað má sjá að sveifiurnar í tölunni i sama hjeraðinu verða ærið miklar, t. d. þegar nýr læknir kemur. IJelta getur með fram stafað af því, að fyrri læknirinn hafi nálega þurkað upp með því að lækna þá hjeraðsbúa, sem lengi höfðu gengið með veikina, og færri hafa svo bætst við. Og til slíkra lækna sækja þá sjúklingar úr nágrannahjeruðunum, og hækkar það tölurnar frá þeim lækni, en hvorttveggja getur lækkað tölurnar hjá þeim, sem á eftir kemur. Auk þess fer slíkt einnig eftir því, hvort hjeruðin eru landssveilir eða sjávar. En þótt tillit sje tekið til þessa, mun óhætt að fullyrða, að í einstaka hjeruðum hafi veikin verið algengari en i öðrum, og er þar helst til að nefna Arnessýslu, einkum neðanverða, Rangárvallasýslu, Skafta- fellssýslu, Suður-Múlasýslu og Ej'jafjarðarsj'slu. í Suður-Þing- ej'jarsj'slu og á Vestfjörðum virðist veikin aldrei hafa verið al- geng. Frá gömlum tímum hafði Skaftafellssýsla sjerstaklega óorð á sjer fyrir það, hve tíð veikin væri. Þannig segist Schleisner1) hafa hitt 2—3 sullasjúklinga í hverri fjölskj'ldu í Öræfasveit, og í skýrslum fyrir árið 18922) segist Schierbeck hafa sannfært sig um það á ferðum sínum, að í Skaftafells- og Múlasýslum sje veikin afskaplega algeng og hittist nálega á hverjum bæ. Nú er alt öðru máli að gegna í þessum sveilum, og er veikin orðin þar tiltölulega fátíð. Ef litið er yfir skýrslur hjeraðslæknanna 1) 1. c„ bls. 16. 2) Landsskjalasafn. 10

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.