Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Page 79

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Page 79
75 er það, að lengi fram eftir vissi enginn, hvorki hjer nje annar- staðar, hverjar voru orsakir veikinnar, og kunnu ekki að gæta þar varúðar sem skyldi. Að því leyti hafa Argentíningar enn minni afsökun. Þar varð veikin ekki landlæg fyrri en eftir að vissa var fengin fyrir því, hver orsökin væri. En mesta máls- hótin er þetta, að veikin er lijer í mikilli rjenun. Það var aldrei við því búist, að það yrði að mun, fyrri en einum mannsaldri eftir, að farið væri að gæta skynsamlegra varúðar- reglna. Það hefur orðið hjer ekki miklu siðar. Alþjrða hefur látið sjer segjast víðast hvar, og alþingi hefur samið lög til varna, sem telja mátti skynsamleg. Læknarnir á íslandi hafa að vísu ekki borið gæfu til þess að gera stórvægilegar uppgötvanir að því er snertir þessa veiki, en þeir voru ekki tiltakanlega seinir til að færa sjer uppgötvanir annara í nyt. Undantekningar hafa verið til, það er satt, en að öllu samanlögðu hafa þeir ekki ástæðu til að blygðast sín fyrir afskiftin. Sumir þeirra hafa orðið til þess að auka þekkingu læknisfræðinnar í þessari grein og skrifað rit, sem eru íslenskri læknastjett til sóma. Jafnaðarlega liafa þeir verið svo fljótir til að taka upp nýungar i meðferð veikinnar, að ekki hafa sullaveikar manneskjur átt von á betri lækningu annarstaðar en hjer. Ljelegasti kaflinn að þessu leyti eru árin 1880—1893. A þeim tima tíðkuðust erlendis miklu betri lækn- ingaraðferðir en hjer. Nú er því ekki svo varið, og það er ekki úllit fyrir stórvægilegar framfarir í meðferðinni; en fari svo, mun óhætt að treysta því, að íslenskir læknar taki þær upp með skynsamlegri varúð, sem að þessu hefur yfirleitt einkent þá í þessu efni. Það er sjerstaklega eitt atriði, að því er snertir lækningu á veikinni, sem enn virðist ábótavant, og sem læknar að öll- um líkindum eiga nokkra sök á. Það er, hve lengi sjúklingarnir oft og einatt draga að leita sjer lækningar. Slíkt var eðlilegl fyr á timum, þegar lækningartilraunir misheppnuðust svo oft og voru svo erfiðar. En það má einnig sjá þess vott víða í skýrslum læknanna, að þeir hafa, margir hverir, litið svo á handlæknis- aðgerðir sem þær væru seinasta úrræðið. Nú er svo komið, að þær eiga oftast nær að vera fyrsta úrræðið. Lækningin er miklu auðveldari, ef sullurinn er lifandi og ungur og enn á óbyrjustigi, heldur en ef hann er gamall, fullur af ungum, með kölkuðum belg og margvíslegum skemdum, að jeg ekki nefni graftarsulli. Læknarnir verða að segja almenningi þetta og venja sjúklingana á að fresta ekki lækningartilraun. 10*

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.