Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 30.12.2005, Blaðsíða 19

Árbók Háskóla Íslands - 30.12.2005, Blaðsíða 19
deildar um að umfjöllun um tillögu þeirra um heimild til að innheimta skóla- gjöld í meistaranámi yrði frestað til næsta háskólafundar. Var tillagan samþykkt. Fyrsta mál á dagskrá var kynning á skýrslu starfshóps rektors um viðbrögð við niðurstöðum ytri úttekta á Háskóla Islands 2004 og 2005. Fram var lögð ítarleg skýrsta sem starfshópurinn samdi í kjölfar þriggja viðamikilla úttekta á Háskól- anum og geymir yfir 90 tiltögur um viðbrögð við athugasemdum og ábendingum sem fram koma í skýrslunum. Málið var rætt ítarlega og var skýrstunni mjög vel tekið. Næst á dagskrá var mótun stefnu og framkvæmdaáætlunar Háskóla íslands fyrir tímabilið 2006-2010. Reifaði rektor helstu ástæður fyrir því að ákveðið hefði verið að ráðast í þetta verk, rakti forsendurnar sem stefnumótunin tæki mið af og lýsti verklagi og tímaáætlun. Þriðja mál á dagskrá fundarins var jafnréttisáætlun Háskóla íslands 2005-2009 sem tekur við af fyrri jafnréttisáætl- un. Málið var kynnt og rætt ítarlega og að því búnu samþykkt. Fjórða og síðasta mál á dagskrá voru siðareglur Háskóla (slands. Kynnti starfshópur sem skipað- ur hafði verið á næsta háskótafundi á undan niðurstöður sínar og voru þær ræddar. Var ákveðið að vísa tillögum hópsins til umsagnar deilda. stofnana og kennarafélaganna. Jákvæðar niðurstöður úr viðamiklum gæðaúttektum Á árunum 2004-2005 voru gerðar þrjár viðamiklar ytri úttektir á Háskóla ls- lands. I fyrsta lagi fól menntamálaráðherra Ríkisendurskoðun árið 2004 að gera úttekt á fjárhagsstöðu, fjármögnun. árangri. gæðum. rekstrarformi og stjórnsýslu Háskólans. Úttektin samanstendur af þremur meginþáttum: 1. greiningu Ríkisendurskoðunar á framangreindum þáttum. 2. viðhorfskönnun meðal starfsfólks Háskólans og 3. alþjóðlegum samanburði á völdum kennitöl- um og starfsþáttum. Lokaskýrsla Ríkisendurskoðunar var birt vorið 2005. í öðru lagi fól menntamálaráðherra árið 2004 fjögurra manna sérfræðingahópi að framkvæma úttekt á akademískri stöðu Háskólans. einkum rannsóknastarfinu. Tekur úttektin til rannsóknastarfs við skólann á árunum 1999-2002. Lokaskýrsla vegna úttektarinnar var birt í september 2005. I þriðja lagi átti Háskóli íslands frumkvæði að því að Samtök evrópskra háskóla (European University Association, EUA) gerðu úttekt á Háskóla Islands þar sem lögð var sérstök áhersla á uppbyggingu framhaldsnáms og gæðastarf innan skól- ans. Úttekt EUA er ekki liður í opinberu eftirliti með Háskólanum, heldur er tilgang- ur hennar fyrst og fremst að fá ábendingar og ráðleggingar frá virtum erlendum háskólamönnum sem geta nýst við framtíðaruppbyggingu skólans. EUA eru stærstu og öflugustu samtök sinnar tegundar í Evrópu og eiga 665 háskólar frá 45 löndum aðild að þeim. Hlutverk EUA er að efla æðri menntun í Evrópu og auka samkeppnishæfni álfunnar á þessu sviði. EUA hefur framkvæmt háskólaúttektir með góðum árangri um árabil og hafa vel á annað hundrað evrópskir háskólar tek- ið þátt í þeim. Hófst úttektin í ársbyrjun 2005 á ritun sjálfsmatsskýrslu. Að því búnu kom hópur erlendra sérfræðinga á vegum EUA í tvær vettvangsheimsóknir í mars og maí og loks var lokaskýrsla birt stjórn Háskólans í september 2005. Heildarniðurstöður allra úttektanna eru mjög jákvæðar fyrir Háskóla Islands. Af úttektarskýrslunum má ráða að skólinn hefur á að skipa góðu starfsliði sem á undanförnum árum hefur náð ágætum árangri í rannsóknum og kennslu. Hvata- kerfi skólans hafa komið ýmsu góðu til leiðar og rannsóknaafköstin eru mikil þrátt fyrir að doktorsnám sé rétt að ná flugi við skólann. Stjórnendur Háskólans hafa gætt þess að haga rekstrinum í samræmi við fjárveitingar og aðrar tekjur sem hann aflar. og skólinn kemur ágætlega út úr samanburði á hagkvæmni og skilvirkni sem gerður var við erlenda háskóla. Reglulegar ytri úttektirá grundvelli alþjóðlegra viðmiða og krafna eru mikilvægur og eðlilegur þáttur í gæðastarfi Háskóla íslands. Þrátt fyrir mjög góða heildarnið- urstöðu er í úttektarskýrslunum bent á atriði sem betur mega fara í starfsemi skólans. Háskóli fslands leggur ríka áherslu á að bregðast við ábendingum skýrsluhöfunda með formlegum hætti og að nýta sér tillögur þeirra í umbótastarfi næstu ára. I kjölfar úttektanna skipaði rektor starfshóp til að yfirfara úttektimar þrjár og gera tillögur um úrbætur. Hópurinn skilaði í nóvember skýrslu til rektors þar sem teknar eru saman helstu athugasemdir og ábendingar úttektanna og settar fram 90 tillög- ur að breytingum og endurbótum á öllum sviðum starfseminnar. Markmiðið með tillögunum er að styðja við þá yfirlýstu stefnu Háskóla íslands að verða á meðal 100 bestu háskóla í heimi. stórefla doktorsnám og birtingar rannsóknaniðurstaðna í viðurkenndum alþjóðlegum vísindatímaritum og að mæla gæði skólans með sama hætti og gert er í evrópskum og bandarískum rannsóknaháskólum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268
Blaðsíða 269
Blaðsíða 270
Blaðsíða 271
Blaðsíða 272
Blaðsíða 273
Blaðsíða 274
Blaðsíða 275
Blaðsíða 276
Blaðsíða 277
Blaðsíða 278
Blaðsíða 279
Blaðsíða 280
Blaðsíða 281
Blaðsíða 282
Blaðsíða 283
Blaðsíða 284
Blaðsíða 285
Blaðsíða 286
Blaðsíða 287
Blaðsíða 288
Blaðsíða 289
Blaðsíða 290
Blaðsíða 291
Blaðsíða 292
Blaðsíða 293
Blaðsíða 294
Blaðsíða 295
Blaðsíða 296
Blaðsíða 297
Blaðsíða 298
Blaðsíða 299
Blaðsíða 300
Blaðsíða 301
Blaðsíða 302
Blaðsíða 303
Blaðsíða 304

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.