Árbók Háskóla Íslands - 30.12.2005, Blaðsíða 174
2005 kom síðan annar Nordplus skiptinemi, frá Noregi. Jafnframt fóru frá okkur
tveir tannlæknanemar á 5. ári tit Árósa í Danmörku sem skiptinemar. Gerir
deitdin ráð fyrir áframhaldandi skiptinemasamskiptum við skóla á Norðurlönd-
unum í framtíðinni.
Framhaldsnám hefur aukist mikið við deildina sem er mikið ánægjuefni á
þessu afmælisári. Sameiginleg rannsóknarnámsnefnd læknadeildar. tann-
læknadeildar og lyfjafræðideildar hefur yfirumsjón með rannsóknartengdu
framhaldsnámi í þessum deildum. Fulltrúi tannlæknadeildar í nefndinni var
Sigurður Örn Eiríksson.
Hinn 5. mars 2005 varði Berglind Jóhannsdóttir, tannlæknir. doktorsritgerð sína
Tíðni bitskekkju, form og stærðir andlitsbeina og erfðastuðull barna við foreldra
sína á íslandi eða Prevalence of Malocclusion, Craniofacial Morphology and Her-
itability in lceland. í doktorsnefnd Berglindar var dr. Þórður Eydal Magnússon.
prófessor emeritus, sem var aðalleiðbeinandi, en auk hans voru í nefndinni dr.
Peter Holbrook, prófessor og dr. Sigurður Rúnar Sæmundsson, tannlæknir.
Andmælendur voru dr. Peter A. Mossey, University of Dundee og dr. Rolf Berg,
professor emeritus. Sigfús Þór Elíasson. prófessor, stjórnaði athöfninni.
Gunnsteinn Æ. Haraldsson lauk doktorsprófi frá háskólanum í Helsinki og tann-
læknadeild Háskóla [slands 19. ágúst 2005. Ritgerðin ber titilinn Oral commens-
al Prevotella Species and Fusobacterium Nucleatum: Identification and Potential
Pathogenic Role og var verkefnið unnið í samvinnu Háskólans í Helsinki, Há-
skóla (slands og National Public Health Institute í Helsinki, Finnlandi. Leiðbein-
endur Gunnsteins voru prófessor W. Peter Holbrook við tannlæknadeild Háskóla
íslands, dr. Eija Könönen, forstöðumaður Rannsóknastofu loftfirrðra baktería við
National Public Health Institute og prófessor Jukka Meurman við læknadeild
Háskólans í Helsinki. Andmælandi við doktorsvörnina var prófessor Gunnar Da-
hlén frá tannlæknadeild Háskólans í Gautaborg en auk hans voru í dómnefnd
prófessor Brian I. Duerden, við Háskólann í Cardiff og prófessor Vidar Bakken
við Háskólann í Bergen.
Hinn 15. október2005 varði síðan Inga B. Árnadóttir. dósent. doktorsritgerð sína
Dental Health and Related Lifestyle Factors in lcelandic Teenagers. í doktors-
nefnd Ingu var dr. Peter Holbrook, prófessor, sem var aðalleiðbeinandi, en auk
hans voru í nefndinni dr. Helga Ágústsdóttir, yfirtannlæknir í heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu og dr. Sigurður Rúnar Sæmundsson, verðandi lektor
í barnatannlækningum. Andmælendur voru dr. Hafsteinn Eggertsson, prófessor
við Indiana University og dr. Laufey Steingrímsdóttir, næringarfræðingur við
Lýðheilsustöð. Stjórnandi athafnar var Sigfús Þór Elíasson, deildarforseti.
Kennslunefnd deildarinnar vinnur nú að endurskipulagningu grunntannlækna-
námsins með hliðsjón af kröfum Evrópubandalagsins. Auk þess hefur fulltrúi
deildarinnar tekið þátt í stefnumótunarstarfi samtaka evrópskra tannlæknahá-
skóla.
Tannlæknadeild hefur einnig tekið að sér fyrir heilbrigðisyfirvöld að prófa kunn-
áttu erlendra tannlækna sem hingað hafa flutt frá löndum utan Efnahagsbanda-
lagsins og sótt hafa um tannlækningaleyfi hér á landi. Tveir erlendir tannlæknar
tóku upphafspróf á árinu.
Skráðir og brautskráðir stúdentar í tannlæknadeild 2003-2005
2003 2004 2005
karlar konur alls karlar konur alls karlar konur atls
Skráðir stúdentar 22 28 50 24 27 51 29 42 71
Brautskráðir
Tannlækningar kandídatspróf 4 3 7 3 1 4 3 3 6
Tannlækningar doktorspróf 0 2 2
Samtals 3 5 8
Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir. þ.e. mitt námsárið.
170