Árbók Háskóla Íslands - 30.12.2005, Blaðsíða 134
kennslu framhaldsskólanna, Bogi Ágústsson. fréttastjóri RÚV: Ertend tungumál
og ístenskir fjölmiðtar. Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri: Mikilvægi er-
lendra tungumála fyrir útrás íslenskra fyrirtækja. Björn Þorsteinsson. heim-
spekingun Tungumál: lykill að háskólanámi, Júlíus Jónasson, fv. atvinnumaður í
handknattleik: íþróttir og tungumál. Tatjana Latinovic, túlkur, þýðandi og for-
maður Samtaka kvenna af erlendum uppruna: Hverju geta útlendingar búsettir
á íslandi miðlað (slendingum? Ftutt varatriði úr söngleiknum Kabarett. Fundar-
stjóri var Bertha Sigurðardóttir. framhaldsskólakennari.
í framhaldi af þinginu var efnt til skemmtidagskrár í Kringlunni þar sem nem-
endur af öllum skólastigum lásu tjóð og sungu. Jakobínarína söng og spilaði og
flutt var atriði úr söngteiknum Kabarett.
Kynning á SVF á Spáni
Dagana 20. til 28. apríl fór fram kynning á Spáni á SVF. Dr. Erla Erlendsdóttir og
dr. Hótmfríður Garðarsdóttir höfðu veg og vanda af undirbúningi og framkvæmd
kynningarinnar. Auk þeirra tóku þátt frú Vigdís Finnbogadóttir. Auður Hauks-
dóttir, Sigfríður Gunnlaugsdóttir og Guðrún Birgisdóttir. í ferðinni voru háskóla-
stofnanir í Barcelona, Sevitla og Madrid heimsóttar og gerðir voru samstarfs-
samningar um kennstu og rannsóknir við Háskólann í Sevilla. Universitat de
Barcelona, Universidad Autónoma de Barcelona, Universidad Autónoma de
Madrid og Universidad Complutense de Madrid.
Þýskubílinn - átaksverkefni um þýskukennslu
Að frumkvæði Oddnýjar G. Sverrisdóttur var efnt til átaksverkefnisins Þýskubítl-
inn í tengslum við heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu. sem haldin verður í
Þýskalandi vorið 2006. Verkefnið hófst 13. júlí og stendur til vors 2006. Þýsku-
bíllinn er samstarfsverkefni þýska sendiráðsins á íslandi. Félags þýzkukennara.
Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og Háskóta (slands. Þýskubíllinn er sport-
jeppi af gerðinni Porsche Cayenne og hefur þýskuþjálfarinn Kristian Wiegandog
ekið bílnum um ísland og heimsótt grunn- og framhaldsskóta. Nemendum hef-
ur verið boðið á örnámskeið í fótboltaþýsku þar sem fjallað er um knattspyrnu
og HM. Átakið er m.a. styrkt af Robert Bosch-stofnuninni og Wurth stofnuninni í
Stuttgart.
Þýsk-íslenskt orðabókarverkefni
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur tengist vinnu við gerð þýsk-íslenskrar orða-
bókar, sem unnin eraf Klett/Pons forlaginu. Oddný G. Sverrisdóttir, Guðrún
Kvaran, forstöðumaður Orðabókar Háskólans og Hans Fix Bonner, prófessor við
Háskólann í Greifsvald eru í ráðgjafanefnd um orðabókarverkefnið. Bosch stofn-
unin styrkir verkefnið, en tilkynnt var um stuðninginn er Vigdís Finnbogadóttir
og Oddný G. Sverrisdóttir heimsóttu Bosch stofnunina í maí 2004. Stefnt er að
því að bókin komi út árið 2008 og hefur Margrét Pálsdóttir verið ráðin verkefna-
stjóri.
Útgáfur fræðirita
Ordenes slotte. Om sprog og litteratur i Norden - SVF gaf út afmælisrit til heið-
urs Vigdísi Finnbogadóttur með safni greina um norrænar bókmenntir og tung-
ur ritaðar á dönsku. norsku og sænsku. Nokkrar þeirra byggjast á fyrirlestrum
er fluttir voru á ráðstefnu. sem SVF stóð fyrir í tengslum við vígslu Norður-
bryggju í Kaupmannahöfn í nóvember 2003. Ritstjórar eru: Auður Hauksdóttir,
Jorn Lund og Erik Skyum-Nielsen. Norræni menningarsjóðurinn styrkti útgáfu
bókarinnar, sem er 207 blaðsíður að lengd.
Subversive Scott. The Waverley Novels and Scottish Nationalism - Höfundur
bókarinnar er Júlían Meldon D'Arcy. prófessor og fjallar hún um sögulegar
skáldsögur Sir Walters Scotts. Bókin er 297 blaðsíður að lengd og kom út hjá
Háskólaútgáfunni.
Styrktarsjóður SVF
Margir velunnarar hafa lagt Styrktarsjóði Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur lið
á árinu ekki síst í tengslum við 75 ára afmæli Vigdísar. Af mikilsmetnum fram-
lögum vina Vigdísar í tengslum við afmæli hennar ber sérstaklega að nefna 10
milljóna króna styrk frá Soren Langvad og fyrirtækjum hans E. Phil & Son A.S.
og ístak hf. Bláa Lónið lagði sjóðnum til 70.000 kr. Þá styrktu hjónin Sigríður
Th. Erlendsdóttir og Hjalti Geir Kristjánsson sjóðinn með 500.000 króna framlagi
í nóvember sl. Upphaflega var gert ráð fyrir að stofnskrá sjóðsins yrði opin fram
til 15. apríl 2005. en sjóðsstjórn ákvað að fara þess á leit, að sá tími yrði fram-
lengdur um eitt ár eða fram til 15. apríl 2006.
130