Búnaðarrit - 01.01.1887, Síða 3
Formáli.
Hér kemur fyrir almenningsajónir búnaðarrit það, er eg bauð
landsmönnum í fyrra sumar. Fyrirtæki þetta hefir fengið betri
byr, eu eg bjóst við i fyrstu. Eg hefi fengið allmarga áskrif-
endur i einstöku sveitum, en þó befði eg ekki getað komið
ritinu út, hefði búnaðarfélag Suðuramtsins eigi hlaupið undir
bagga og lofað að verja 400 kr. til að kaupa ritið, og lands-
höfðinginn enn fremur veitt til útgáfu þess 200 kr. styrk af
þvi fé, sem ætlað er til eflingar búnaði.
Eg vil geta þess, að við ritgjörðina „um fóðrun búpenings11
bafði eg mér til bliðsjónar ýmsar bækur, einkum „Haandbog í
den pbysiologiske Anatomi af de almindeligste danske Huus-
pattedyr ved Prof. Dr. H. C. B. Bendz“, „Huusdyrenes al-
mindelige Sundbedspleie“ og „Kvægets Avl pg Pleio af Prof.
V. Prosch“. „Huspattedyrenes rationelle Fodring af I)r. E.
Wolff“, „Malkeköernes Behandling Sommer og Vinter af N. P.
J. Buus“, „Grundlinier till ákerbrukskemien. Tredje dolen.
Laran om náringsmedlen af prof. Hampus von Post“ og
„Landbrukspraktika. Andra delen. Husdjursskötselns bufwud-
grunder framstálta af prof. C. A. Lindqwist11. — Eg vil einnig
geta þess, að eg hefi verið nokkur ár við fjárhirðingu á sum-
um hinna helztu fjárræktarbæja í Suðurþingeyjarsýslu, og hefi
einnig litið eitt unnið að fjárhirðingu erlendis. — Við ritgjörð-
ina „um uppeldi kálfa“ hafði eg einnig til stuðnings 5 hinar
siðast töldu bækur. — Við ritgjörðina “um mjaltir á kúm“ hafði
eg hliðsjón af „Kvægets Avl og Pleie“ og „Malkeköernes
Behandling11. — Ritgjörðina um „niðursuðu“ skrifaði eg að
mestu eftir leiðbeiningum annara, sem við niðursuðu liafa
fengizt.
Ritinu hefir eigi verið sent annað af ritgjörðum en „bending-
ar til landbúnaðarframfara“ og litið eitt af skýrslum. fess
vegna hefi eg orðið að skrifa allt annað sjálfur; og kannvera,
að ritið hafi því ekki orðið eins fjölbreytt, sem æskilegt hefði
verið.
Reykjavík, 3. maí 1887.
Hermann Jónasson.