Búnaðarrit - 01.01.1887, Side 13
9
Östefniö er í mörgum jurtum, einkum ])ó í frævum
belgplantnanna,jsvo sem baunum.
Límefnið er einungis 1 frævum grastegundanna.
Mest er pað þó í liveiti, og kemur þar fyrir í flestum
myndum.
Holdgjafaefnin eru dýrustu efuin í fóðrinu, og eftir
því, bve mikið er af meltanlegum lioldgjafaefnum 1 því,
er gildi fóðursins vanalega talið.
Kolaliýdrötin eru samansett af þremur frumefnum:
hólefni, súrefni og vatnsefni; er vatnsefnið og súrefnið
í sömu hlutföllum sem í vatninu, og þess vegna bafa
þau fengið nafnið kolabýdröt eða kolavötn, þótt efna-
sambönd þeirra séu þar eigi bin sömu og í vatninu.
Stundum eru þau og nefnd liitaveitandi efni, af því að
þau stuðla mest að andardrætti dýranna, og þar af
leiðandi að líkamsbitanum. Sömuleiðis eru þau stund-
um nefnd einu nafni sjrkurefni, af því að þau verða öll
að breytast í sykur, áður en þau takast upp í blóðið
frá meltingarfærunum. Meginbluti af organiskum efn-
um jurtanna eru kolabýdröt. Koma þau fyrirí ýms-
um myndum, þótt efnin í þeim séu bin sömu og mjög
lík að efnasamsetningu. Helztu tegundir kolabýdrat-
anna, sem liafa verulega þýðingu fyrir næringuna eru:
mjölefni, sykurtegundir og trefjaefni (cellestof) Mjög
mismunandi er þó þýóing þessara efna fyrir uæringuna,
því að mjölefnið og sykurtegundiruar eru auðmeltar;
þar á móti er trefjaefnið þungmeltara, og þegar jurtirn-
ar eldast.svo trefjaefnið verður trjákynjað,svo sem í víði
og trénuðum stönglum, meltist lítið af því; enda eru
það einungis fá dýr, sem megna að melta nokkuð at
því. Jórturdýrin geta þó nokkuð melt það; því að þau
geta náð dálítilli næringu úr greni- og furuspónum
og sagi.