Búnaðarrit - 01.01.1887, Page 14
10
Peitin er samsett af sömu frumefnum, sem kola-
hjdröt, en hefir minna af súrefni, en mun meira af
kolefni. Feitin er einkum í ýmsum jurtafrævum, pó
er lítið eitt af henni í allri jurtinni. fótt feitin hafi
mikla pýðingu fyrir menn og ýms dýr, pá hefir hún
ekki mikla pýðingu fyrir næringu grasetandi dýra.
Feitin er pví lítil í flestum heytegundum, eða vanalega
um 1—3°/o.
Á pessu sést að bæði kolahýdrötin og feitin, hafa
ekkert af holdgjafa, pess vegna eru pessi efni vanalega
dregin saman í eitt, pegar um fóðrun grasetandi dýra
er að ræða, og nefnd holdgjafalam efni, til aðgreining-
ar frá hinum efnunum, sem hafa holdgjafa, og eru pví
nefnd holdgjafaefni.
Steinefniu koma fyrir í öllum hlnta jurtanna; pó
er pað töluvert mismunandi, hve mikið er af peim,
jafnvel í hverjum einstakling hverrar tegundar. Að til-
tölu er minnst af steinefnum í frævunum ; en par eru
pau pó jöfnust.
Nú hefir iítið eitt verið drepið á helztu efni jurt-
ann sem eru nærandi. En ekki er pað samt nema nokkur
hluti af pessum efnum, sem meltist til hlítar. |>á eru og
enn ónefnd ýms efnasambönd, sem svo lítið er af, eða
eru eigi nema 1 sumum jurtategundum, að pau hafa
ekki almennt eða verulegt gildi sem fóður. Yms efni
eru og í mörgum jurtum, sem gjöra fóðrið Ijúffengara,
önnur sem verka styrkjandi á meltingarfærin o. s. frv.
Enn eru og ótalin efnasambönd í jurtunum, sem eru
álitin ómeltanleg, og teljast pví ekki næringarefni. pótt
nokkur hluti af fóðrinu sé ómeltanlegur, pá hefir pað
pýðingu fyrir skepnurnar, sem síðar verður getið. En