Búnaðarrit - 01.01.1887, Blaðsíða 23
19
um. En efnin, sem þannig fara frá líkamanum, eru
öll þau efni í föðrinu, sem eru ómeltanleg. Einnig er
oft meira eða minna af efnum, sem eru meltanleg, en
liafa þó ekki melzt, einliverra orsaka vegna; annaðhvort
fyrir það, að fóðrunin lieíir verið óregluleg, svo að starf-
semi kirtlanna, sem gefa meltingarvökva frá sér, hefir
eigi haldizt í reglu; eða að hlutföllin milli efnanna í
fóðrinu hafa eigi staðið í samræini hvert við annað; eða
að fóðrið hefir verið svo ir.ikið, að það hefir eigi staðið
í samræmi við þarlir líkamans eða störf hans; eða að
eitt eður fleiri líffæri, sem starfa að meltingunni, liafa
ekki verið lieilbrigð. í saurindunum er og ætíð lítið
eitt af þeim efnum, sem voru í meltingarvökvunum;
einkum gallvökvanum, eins og áður er sagt. En ef
fóðrunin fer fram á réttan og eðlilegan hátt, ganga þó
mestallir meltingarvökvarnir aftur út í blóðið. Blóðið
losar sig við sumt af þeim í nýrunum; ganga þeir svo
á hurtu með þvaginu. En nokkurn hluta þeirra flytur
blóðið aftur til meltingarkirtlanna, og verða þeir því
enn á ný ineltingarvökvar. feir vökvar, sem fara þessa
hringferð, eru yíir sólarliringinn ekki minna en ’/e part-
ur af lifandi þunga skepnunnar.
Vér liöfum nú lítið eitt séð, hvernig meltingarvökv-
arnir vinna að því, að skilja fæðuefnin í sundur, svo
að þau verði svo smágjör, að þau gangi út í blóðið,
eins og áður er sagt um feitina, en þó einkmn að því,
að breyta næringarefnunum í þau efni, sem nauðsynlegt
er, til þess að þau geti orðið líkamanum að notum.
En vér höfum enn ekki gjört oss grein fyrir, hvern þátt
innýflin taka i því, að vinna að meltiugunni, né því,
hvernig næringarefnin komast út í blóðið. Hér eru þó
ekki lientugleikar á því, að fara nákvæmt út í þetta,
eða að athuga verkanir allra innýflanna. Vér skulum
2*