Búnaðarrit - 01.01.1887, Page 26
22
sem festir sig inn í næstu himnuna, sem er nefnd
vöðvahimna (tunica muscularis). Himna pessi saman-
stendur af sléttum vöðvabindum, sem eru röðuð í tvö
]ög, og eru lauslega fest saman með bandvef. Ytra lag-
ið er ákaflega punnt, og liggja vöðvabindin í því langs
eftir görnunum. Innra lagið er mikið þykkra, og liggja
vöðvarnir í pví í hringum, eða vafningum, sem vefjast
utan um innstu bimnu garnanna. J>ykkt vöðvahimn-
unnar er nær hin sama eftir öllum görnunum; að sönnu
er hún dálítið pykkri, par sem garnirnar liggja fyrst
frá maganum, en pó einkum par, sem pær enda við
botnlangann, og myndast par hringmyndað vöðvaband,
sem er svo sterkt, að pað getur varnað pví að fóðrið
fari aftur til baka í garnirnar úr botnlanganum. Vöðva-
himnan styður mikið að meltingunni; pví að vöðvarnir
draga sig sundur og saman einlægt til skiptis. Garnirn-
ar eru pví á sífeldri hreyfingu, sem líkist nokkuð hreyf-
ingu ánamaðksins, pegar hann er að injaka sér áfram.
En við pessa hreyfingu prýstist fóðrið og færist stöðugt
fram eða aftur, og ná pá meltingarvökvarnir svo vel að
blandast saman við pað, og verka á pað. Og að lokum
flytzt pað smátt og smátt til botnlangans.
Innan við vöðvabimnuna liggur slímkinman (tu-
nica mucosa). Bygging hennar er ákafiega margbrotin.
Hún samanstendur af mismunandi lögum eða himnum.
Yzt er bandvefslag (tunica submucosa s. nervea), sem
festir slímhimnuna við vöðvahimnuna, sem áður er nefnd.
Jetta bandvefslag er fremur laust í sér, og pegar garn-
irnar eru hreinsaðar eða skafnar, slitnar pað frá vöðva-
himnunni, og skefst pá slímhimnan í burtu. Einkum
hljóta margir að hafa veitt pessu eftirtekt peg-
ar ristlar eru skafnir; pví að í ristlinum eru liinar sömu
himnur sem í görnunum, pótt pær séu dálítið mismun-
andi að byggingu, einkum pó slímhimnan. Sama er að