Búnaðarrit - 01.01.1887, Page 32
28
og allar afurðir eiga rót sína að rekja til. J>að er fyrir
pessa stöðugu efnabreyting, að líkamshitinn helzt æ hinn
sami; ]>ví að pegar efni ganga í sambönd, pá framleið-
ist hiti, sein oft er nefndur hruni, og er pá sagt, að pau
efni, sem ganga til að viðlialda pessum hita, brenni í
líkamanum; pví að liið sama á sér stað, pegar kolum,.
tré, mó eða hverju sem er er brennt, pá er pað kol-
efnið og vatnsefnið í eldsneytinu, sem ganga í sam-
band við súrefnið í loftinu og mynda kolsýru og vatn.
J>egar skepnan deyr, hættir efnabreytingin, ogpessvegna
verður skrokkurinn kaldur.
pegar blóðið hefir runnið g'egn um lungun og los-
azt við kolsýruna en tekið súrefnið í sig, fer pað til
vinstra lijartahólfsins; en paðan lirindir lijartað blóðinu
svo hart frá sér, að pað streymir út um allan líkam-
ann. Á leið pessari mætir súrefnið peim næringarefn-
um, sem liafa tekizt upp í blóðið frá meltingarfærun-
um. Blóðið fer með áköfum braða liringferð sína um
líkamann, eða á meðan slagæðin slær 26—28 sinn-
um, og mætir stöðugt næringarefnunum, sem koma frá
innýflunum. Mest verða pó efnaskiptin í háræðaneti
blóðsins; pví að par rennur blóðið hægast. f>egar nú
súrefnið mætir sykrinum úr fóðrinu, gengur pað í efna-
samband við liann og myndar kolsýru og vatn. En við
pessa efnaskipting framleiðist hiti, seui áður er sagt^
En par sem petta er hin mesta efnaskipting í líkaman-
um, er henni í daglegu tali eignaður líkamshitinn og
viðhald hans. Sykurinn eyðist pví allur á pennan hátt,
en ekkert af honuin gengur til pess að byggja líkam-
ann upp; pví að ef sykurinn er svo mikill, eða eitthvað'
kemur í veginn, svo að hann brennur ekki allur í lík-
amanum, pá fer hann á burtu með pvaginu. Að sönnu
er álitið, að sykur geti stundum stutt að myndum feit—
innar í lifrinni; en áður gengur liann auðvitað úr sam-