Búnaðarrit - 01.01.1887, Síða 34
30
við það þar. En þessi feiti, sem myndast af lioldgjafa-
efnunum, sezt annaðhvort að í líkamanum, sem feiti,
eða styður að smjörmyndaoinni hjá mjólkurdýrinu, eða
brennur í kolsýru og vatn, og viðheldur þannig líkams-
hitanum. Álitið hefir verið, að af 100 þungaeiningum
holdgjafaefna (hvítu) geti myndazt um 33,5 þungaein-
ingar þvagefnis, en það sem þá er eftir, 66,5, geti á-
samt 12,3 þungaeiningum vatns myndað 51,4 þunga-
einingar af feiti og 27,4 þungaeiningar af kolsýru. —
Enn fremur myndast af holdgjafaefnunum mjölkennt
efni, sem er nefnt *glycogen«. |>að myndast í lifrinni
og breytist þar í sykur, sem er sama eðlis og vínberja-
sykur, svo að þegar hann kemur í slagæðablóðið, og
súrefnið nær að verka á hann, þá brennur liann í kol-
sýru og vatn. — pannig er auðséð á öllu þessu, að
holdgjafaefnin geta einnig viðhaldið líkamshitanum að
nokkru.
Eeitin, sem tekst upi> í blóðið, fer eftir sömu lög-
um, livort sem hún kemur frá næringarvökvunum, eða
myndast af holdgjafaefnunum í líkamanum. pess skal
samt geta, að sú feiti, sem veitist með fóðrinu, sezt
fremur að í líkamanum, en sú feiti, sem myndast af
holdgjafaefnunum; og til þess að sú feiti setjist að í
líkamanum, verður að vera nægð af sykri. — Starf feit-
innar fer eftir þörfum líkamans. Ætíð gengur lítið eitt
af lienni til myndunar gallvökvans, sem fyrr er sagt.
Eitukirtlarnir í skinninu gefa einnig stöðugt frá sér
feitikenndan vökva, sem færist frá þehn eftir örsmáum
pípum, sem liggja inn í hárbelginn. Yökvi þessi nefn-
ist skinnfita, og sezt utan á skinnið og hárin, og gefur
hárunum gljáanda sinn; hann varnar einnig vatni, t. a.
m. svita og regni, að komast inn í hárin og skinnið.
Ef hárin liefðu eigi þessa feiti, kæmist vatnið í þau, og
þá misstu þau kraft sinn. J>á gengur feitin einnig til