Búnaðarrit - 01.01.1887, Síða 43
39
mismunandi, og að í hverri tegund er töluvert af ó-
meltanlegum efnum. En eftir pví sem fóðrið er auð-
meltara og hefir meira af þeim efnum, sem meltanleg
eru, eftir því verður að meta gildi hverrar tegundar.
En hver heytegund hefir því meira af meltanlegum efn-
um og er því auðmeltari, sem hún er fyr slegin og
minna hrakin. Valllendishey er yfir liöfuð að tala auð-
meltara en mýrarhey. Hversu mikið meltist af efnun-
um, fer einnig að nokkru leyti eftir því, í hváða hlut-
falli pau standa hvort til annars. Ef eitthvert efni er
fram yfir þaríir, eða svo mikið af pví, að hin efnin halda
eigi jafnvægi móti því, þá gengur að minnsta kosti það,
sem er fram yfir liið hæfilega hlutfall, á burtu með
sau indunum, án þess að gera nokkurt gagn, eðp, ef það
uppleysist í innýfiunum, veldur það óreglu á meltingunni
og er þá hætt við að það valdi veikindum í meltingar-
færunum. Einkum er að óttast þetta ef holdgjafaefnin
eru fram yíir þarfir; enda er þá algengt, einkum ef þau
eru þungmelt, að úr þeim meltist tæplega svo mikið,
sem svarar til hlutfallsins móti holdgjafalausu efnunum
|>að fer því oftast lítið eitt meira ónotað á burtu, en
það, sem var fram yfir þarfir. Sömuleiðis meltast
holdgjafalausu efnin venjulega ekki til hlýtar, ef þau
standa eigi í hæfilegu hlutfalli við hin efnin; en vfir
höfuð að tala, er mikið síður að óttast það. Og ef þau
eru auðmelt geta þau oft melzt að fullu, einkum efþau
eru auðug af sykri, þar eð hann styður mjög að því,
hvað getur melzt úr þungmeltu fóðri. Agætt er því að
gefa rófur með stórgjörðu og trénuðu lieyi; því að þá
meltist meira af því en ella. Er það sökum þess, að
rófurnar hafa mikið af sykri, sem uppleysist fljótt. En
sykur verkar örfandi, svo að meltingarvökvarnir aukast;
og enn er það, að pegar eitthvert efni er uppleyst, þá
þynnist fóðrið, svo að það getur betur blandazt og orð-