Búnaðarrit - 01.01.1887, Síða 52
4S
ur. J>essu til sönnunar skal þess getið, að tilraunir kafa
sýnt, að uxi, sera var 1000 punda þungur, fóðraðist
jafnvel af 13—14 pundum af hafrahálmi og3—4 pund-
um af smáraheyi, ef hann fekk '/* pund af rapskökum,
eins og af 17 •/* pundi af smáraheyi. J>annig sést, að
'/a pund af olíukökum veitti 13 pundum af hafraliálmi
nær því hið sama næringargildi sem 13 pund af smára-
heyi hafa. Nú má gjöra ráð fyrir, að 13 pund af smára-
heyi hafi kostað nálægt 48 aura, 13 pund af hafrahálmi
24 aura jog ' •> pund af rapskökum 4 aura. pannig
liefir fyrri fóðrunaraðferðin kostað 20 aurum minna á
dag en sú síðari; en notagildi fóðursins var hið sama.
Er því ljóst, að ef fóðrið er stórgjört, trénað, þungmelt
og hefir mjög lítið af holdgjafaefnum, þá getur oft ver-
ið mikill hagnaður að því að gefa olíukökur með, eink-
um þeim skepnum, sem eiga að veita afurðir. En af
því að olíukökur eru svo kraftmiklar, má eigi gefa mik-
ið af þeim. Olíukökur eru búnar til úr ýmis konar
jurtafrævum, sem olían er fyrst að nokkru kreist úr;
en stundum getur það komið fyrir, að þær séu sviknar,
eða hlandaðar lítt nýtum eða ónýtum efnum; einkum á
það sér þó stað um hörfrækökur. — Olíukökur má gefa
annaðhvort þurrar, en brotnar niður í smámola, eða
bleyttar; ellegar malaðar og hrærðar út í vatni, eða
soðnar í vatni. En ef þær eru bleyttar eða soðnar, má
ekki geyma þær áður en þær eru gefnar. Enn fremur
er athugandi við kaup á olíukökum, að feitin í þeim sé
ekki þrá; því að þrá feiti verkar mjög örvandi á inn-
ýflin; hreyfing þeirra verður því svo mikil, að fóðrið
gengur fljótar 1 gegn um þau en ella, og sökurn þess
getur fóðrið ekki melzt sem mætti. þetta getur og
veikt innýflin. — En ekki stendur á sama hvaða olíu-
kökur keyptar eru, eða til hvaða augnamiðs þær eru