Búnaðarrit - 01.01.1887, Side 69
65
sem 25 kindur gjöra, og verður pví minni kostnaður
sem fellur á hverja krónuna. Enn fremur liggja meiri
opinber útgjöld á pessum 25 kindum, en þeim 16, og
kostnaðurinn er meiri við hirðingu þeirra. Jpegar því
alls er gætt, verður vanhaldsfóðrið oftast tiltölulega dýr-
ara en viðhaldsfóðrið, ef ekki beinlínis, |)á óbeinlínis.
þó getur staðið svo á, að ekki sé hægt að nota beit til
hlítar, án þess að skepnur leggi af, t. a. m. ef hezta
beitilandið er langt frá bæ, en þar sé þó hvorki hús
né liey, þá getur að líkindum stundum verið hagur að
því, að láta skepnur liggja þar uti fram eftir haustinu
eða vetrinum, þótt þær leggi lítið eitt af. J>á er og
undantekningar með ýms fleiri atvik, sein ekki er hægt
upp að telja.
En oft getur staðið sv.o á, að menn séu neyddir til
að vanfóðra, annaðhvort ef vetur er óvanalega harður,
svo að í heyþröng reki, eða sumar hafi verið óvanalega
óhagstætt, og heyforði því með minnsta móti, en menn
sjái sér þó eigi fært, að eyða svo af stofni sínum, sem
þyrfti, ef vel ætti að fóðra. fín þegar svo stendur á, er
margs að gæta.
J>egar þarf að vanfóðra skepnur, ætti þó að forðast
sem lengst fram eftir vetrinum, að þær legðu af til
muna. Er það sökum þess, að þegar fitan er mikið til
eydd úr bandvef húðarinnar, þá nær loftið meira að
verka á skepnurnar, svo að meiri hiti streymir á burtu.
Enda er það algilt lögmál, að af tveimur líkömum, sem
eru úr sama efni og hafa sama yfirborð, kólnar sá létt-
ari fyr. Tökum tvær járnplötur, sem hafa jafnt yfir-
horð, og hitum í eldi, svo að þær verða báðar jafn-
heitar í gegn. Nú vegur önnur þeirra 2 pund en hin
1 pund. Síðan eru þær teknar úr eldinum og látnar
kólna, þá kólnar sú platan fyr, sem er þynnri, og er
Búnaðrrit I. 5