Búnaðarrit - 01.01.1887, Side 74
70
1000 pund. Lömbin purfa nálægt '/«o á móti eigin-
punga til pess að haldast við, eða öll til samans 25
pund af heyi á dag. Til pess að viðhalda 1000 pund-
um í lömbum, parf pví allt að pví 7 pundum meira,
en til pess að viðhalda uxanum, og par að auki verður
fóðrið að vera priðjungi kostbetra. En petta er eðlilegt;
pví að 20 lömb framleiða mikið meiri hreyfingu en einn
uxi. Ef nú bæði uxanum og öllum lömbunum er slátr-
að, og öll lambaskinnin fest saman á röðunum, pá ná
pau yfir mun meira svæði en uxahúðin. |>annig sést,
að töluvert meiri hiti streymir í burtu af 20 lömbum
en einum uxa. Að munurinn skuli pví ekki vera meiri
á fóðrinu en hann er, er merkilegt; en pað er að nokkru
eða ðllu sökum pess, að lömbin eru mikið betur ulluð
eða hærð en uxinn; en ull er injög slæmur hitaleiðari;
fer pví minni hiti í hurtu en við mætti búast. Og á pessu
byggist, að geitfé parf meira fóður en sauðfé, að pað er
ver hært. En að hestar purfa meira og betra fóður
að tiltölu en nautgripir, er sökuin pess, að peir hafa
eigi eins sterk meltingarfæri, vega minna að tiltölu við
stærð, hafa pynnri húð og oftast gisnara hár, og hafa
meiri hreyhngu.
Afurftaí'óöur er pað fóður, pegar blóðið fær meira
af næringarefnum en pað, sem parf til pess að við halda
líkamshitanum og vefjum líkamans. Skepnurnar veita
pví afurðir, svo sem vinnu, mjólk, eða móðurdýrið fóst-
urmyndan, eða líkami peirra pyngist. J>egar iieimtaðar
eru afurðir af skepnunum, verður fóðrið pví að vera
meira en viðhaldsfóður, og einkum kostbetra; pví að
allar afurðir krefja að tiltölu meira af holdgjafaefnum
en holdgjafalausu efnunum. Og eftir pví sem meiri
afurðir eru heimtaðar, eftir pví verða holdgjafaefnin að
aukast. Holdgjafaefnin eru og skilvrði fvrir pví, að efna-