Búnaðarrit - 01.01.1887, Page 82
78
öndinni. Við þetta þenst brjóstholið út, og verður því
rúmmeira eða stærra en ella. |>ar af leiðir, að brjóstið
verður hraustara og sterkbyggðara, og andardráttarfærin
fullkomnari. pannig sézt, liversu ómissandi það er, að
ungviði leiki sér sem oftast, þótt það hafi fóðureyðslu í
för með sér. Að hafa það rnark að íita ungviði, sem
eiga að verða til frambúðar, er því fráleitt. j>að dregur
úr vexti, og skepnan verður veikbyggðari; og þegar hún
nær fullorðinsárunum, er hún mikið ver fallin til að
veita afurðir, en þær skepnur, sem hafa safnað vexti og
vöðvum.
Fóður ungviða verður að vera mjög auðmelt og
kostgott. Hver hlutföll eiga að vera milli efnanna, er
víst; því að það eru þau hlutföll, sem eru í mjólkinni.
En 1 töflunni eru þau talin í kúamjólk, sem 1:4,4.
En eftir því sem ungviðin eldast, mega hlutföllin fær-
ast sundur. og fóðrið verða þungmeltara. f>ess vegna
þarf eigi svo mikla vandhæfni við lömb og folöld, sem
tíðast eru voralin. J>au venjast því smátt og smátt frá
mjólkinni við beitina. En þá geta þau valið eftir vild
auðmeltar og kostmiklar jurtir. |>egar því veturinn
kemur, er mesta vandhæfnin um garð gengin. Fyrri
hluta vetrar eru hlutföll efnanna í fóðri folalda hentug,
eins og í hezta valllendisútheyi eða meðaltöðu, en síðari
hluta vetrar eins og í góðu útheyi. En fyrir lömb fyrri
hluta vetrar, eins og í góðu valllendisútheyi og bezta.
mýrarheyi, en siðari hluta vetrar, einsog í meðalútlieyi.
Sama er að segja um kálfa, að ef þeir eru voraldir, þá
þurfa þeir alls ekki betra vetrarfóður en lömb. En nú
er það algengast, að þeir eru haustaldir eða vetraraldir,
og sökum þess verður svo mikið vandhæfi við fóðrun
þeirra. Hér verður þó eigi farið lengra út í það efnir
því að til þess þarf sérstaka ritgjörð.
Reiðliesta er rangt að ala þannig, að
þeir safni