Búnaðarrit - 01.01.1887, Síða 83
79
sem mestri fitu. |>ví að ef feitin verður svo mikil, að
vöðvarnir verði að nokkru að víkja fyrir henni, ftá
minnkar prekið eða kraftarnir. Mjög feitir hestar verða
pví úthaldsminni en þeir hestar, sem hafa mikla vöðva
í samanburði við feitina. Ætlunarverk hestaeldis á að
vera það, að gjöra hestana sem sterkasta og fjörugasta.
Bn til pess purfa vöðvarnir að aukast, og einkum að
verða sem fastastir; pví að pá verða þeir kraftmestir og
hesturinn líkamaléttastur. Fóðrið verður pví að hafa
mikið af holdgjafaefuum, eða viðlíka og í góðri töðu.
Ef mattegundir eru gefnar, eru hafrar og baunir beztar
hvað með öðru. Rúgur er einnig allgóður til hestaeldis.
Ef mattegundir eru gefnar að inun, verður heyið pó að
vera kostminna en góð taða er. En pess verður að gæta,
að korntegundirnar séu vel proskaðar, pví að reynslan
kennir, að þá verði vöðvarnir fastari en ella. Enn frem-
ur verður að gæta pess, að holdgjafaefnin séu eigi farin
að taka breytingum í fóðrinu, pegar pað er gefid; pví
að annars er paó eigi eins gott til krafta og fjörs. J>ess
vegna má aldrei bleyta meira í einu af korntegundum
en pað, sem gefið er þegar; og ef þær eru malaðar og
búið til deig úr þeim, pá væri bezt, að mölunin og
deiggjörðin færi fram rétt áður en deigið er gefið. Ef
mjólk er gefin, verður húu sömuleiðis að vera sem nýj-
ust; pví hversu lítil sýra, sem farin er að myndast í
fóðrinu, orsakar hún, að vöðvarnir verða linari og um leið
kraftminui.
þegar hestar eru aldir, verður að sjá um, að peir
hafi töluverða hreyfingu; við pað æfast vöðvarnir, en
feitin brennur. |>að er og nauðsynlegt, að efnaskipt-
ingin í líkamanum sé töluverð; pví að við pað lialda
hestar betur fjöri sínu. Aldrei skyldi heldur gefa eldis-
hestum mjög mikla gjöf; því að pá er hætt við, að þeir
safni meiri feiti að tiltölu við vöðva. Einnig er hætt