Búnaðarrit - 01.01.1887, Page 84
80
við, að þeir deyfist, og jafnvel að heilsa. þeirra veiklist.
J>að skyldi því ætíð hafa eldistímann lengri, en ala
hægara. Sama er að segja um allar skepnur, sem eiga
að alast eða taka út þroska, en eiga þó ekki að slátrast
þegar. Eins og áður er getið, má búast við, að mikil
gjöf meltist eigi sem mætti, einkum þegar á að fita;
því að þarfir líkamans svara eigi til fóðursins. Reynsl-
an hefir því sýnt, að fóðursparnaður er að því, að ala
lengur en hægara þær skepnur, sem ætlaðar eru til
frambúðar. J>á þarf viðhaldsfóðrið að eyðast hvort sem
er, svo að ekki þarf að hafa hliðsjón af því. Fyrir þetta
er og síður hætt við, að skepnan veiklist. Sældardagar
hennar standa einnig lengur yfir.
Föstrið er einnig afurðir. það er því aðgætandi,
að þótt móðurdýr, sem er með fóstri, standi í stað að
þyngdinni til, þá hefir það samt ekki viðhaldsfóður; því
að af líkama þess tekst til fósturmyndunarinnar. Ef
móðurdýrið á að haldast við, verður það því að þyngj-
ast jafnmikið og fóstrið vegur með fóstjurhimnunum
(hildunum). Hér er ekki hægt að segja, hvað nýborin
lömb vega með fósturhimnum að meðaltali; enda mun
leitun á því, að nokkur hér á landi geti leyst úr því,
og sýnir það, hve athugalitlir menn eru í þessu efni.—
Talið er, að nýfædd lömb af merinosfé vegi að meðal-
tali um 6 pund með fósturhimnunum, en fé hér er vana-
lega stærra en það. Lömb af ensku, feitu fjárkyni vega
þar á móti oft uin llpund, eða frá 6—11 pund, og tví-
lembingar til samans 10—16 pund. Fósturhimnurnar
vega a/4—2 pund. Hér eru lömb vafalaust léttari að
meðaltali en þetta; en þó ná einstöku afbragðslömb
þessum þunga. Miklar líkur eru því til, að nýfætt
lamb hér vegi með fósturhimnunum að meðaltali nálægt
7—8 pundum, ef ærin hefir haft viðhaldsfóður. En til
þess, að ærin hali viðhaldsfóður, verður hún því að