Búnaðarrit - 01.01.1887, Síða 85
81
þyngjast um 7—8 pund yfir fangtímann. Nú er álitið,
að fullorðin kind purfi að meðaltali nálægt 10 pund af
góðu útheyi fram yfir viðhaldsgjöf, til pess að skrokk-
urinn pyngist um 1 pund. Ær, sem ganga með fóstri,
purfa pví 70—80 punda gjöf fram yfir viðhaldsfóður, til
pess að haldast við; eða til jafnaðar á dag yfir allan
fangtímann um '/g pund af heyi. Einnig purfa pær
kraftbetra fóður en ella, svo að pað geti svarað til af-
urða.
Mjólkin myndast eigi pannig, að hún síist úr blóð-
inu í júfrinu, eins og t. a. m. pvagið síast úr blóðinu í
nýrunum, heldur ífytur blóðið næringu til júfursins, svo
að pað byggist upp. En svo leysast sellur júfursins
sundur, og mjólkin er pví uppleystar júfursellur; enda
er ekkert af ostefni í blóðinu, sem svo mikið er af í
mjólkinni,, lieldur myndast pað fyrst í júfrinu. |>essu
til sönnunar er broddmjólkin, sem hefir lítið af ostefni,
en par á móti annað efni (kolostrum), sem er milliliður
hvítunnar, er byggir júfursellurnar, og ostefnisins. En
um leið og skepnan ber, getur júfrið eigi pegar náð
sinni ákveðnu starfsemi; og pess vegna geta efnaskiptin
eigi orðið til fulls í júfrinu. Enn fremur er mjólkur-
sykurinn ekki í blóðinu, heldur verður liann að myndast
í júfrinu. Efnin í mjólkinni standa pví ekki í hlutfalli
við efnin í blóðinu eða annara vökva, heldur eru pau
mikið líkari pví, sem pau eru í líkamsvefjunum. En
sökum pess að mjólkin er mynduð af uppleystum sell-
um, getur hún gagnað eingöngu til fóðurs. En par á
móti getur blóðið pað ekki sökum pess, að pað hefir ekki
efnin í pví lilutfalli, sem nauðsynlegt er fyrir sellu-
myndun eða vefmyndan líkamans.
J>egar skepnan á pví að framleiða mjólk, verður
blóðið að vera svo auðugt af næringarefnum, að pað geti
Búnaðarrit I. 6