Búnaðarrit - 01.01.1887, Síða 86
82
án afláts myndast júfursellur, og liringferð efnanna og
efnaskiptin að vera svo ör, að júfursellurnar leysist peg-
ar í sundur. Fóðrið verður pví að hafa mikið af liold-
gjafaefnum, hæði til þess að efnaskiptin séu ör í líkam-
anum og til ]>ess að júfursellurnar geti myndazt. En
mikill hluti þeirra myndast af holdgjafaefnum, sem eðli-
legt er, pegar litið er til þess, að hvítan og ostefnið í
mjólkinni eru holdgjafaefni, og megnið af feitinni á rót
sína að rekja til þeirra; sömuleiðis mjólkursykurinn að
meiru eða minna leyti. Mjólkin verður því kostbetri,
ef fóðrið er auðugt af holdgjafaefnum. Hlutföllin milli
efnanna eru því hæiileg, ef þau eru sem 1 : 5,4, og ef
skepnan er svo mjólkurlagin, að henni sé gjarnt til að
mjólka af sér holdin, þá enn nánari, eða sem 1 : 4,b—
1 :5. Ef holdgjafaefnin eru að mun minni en þetta
móts við hin efnin, þá getur skepnan eigi neytt svo
mikils fóðurs, sem þarf til þess að blóðinu veitist nægi-
legt af holdgjafaefnum. En ef skepnan er svo mjólkur-
lagin, að liún mjólkar allt fyrir þetta, þá ganga hold-
gjafaefnin frá líkamanum eða vöðvunum, til þess að
mynda júfursellurnar. Kýrin mjólkar því af sér hold-
in; en þegar þau eru að miklu farin, þá getur hún eigi
lengur haldið áfram að mjólka meira en það, sem svarar
til þeirra holdgjafaefna í fóðrinu, sem eru fram yfir það,
er þarf til viðhalds. En ef kýrin er þar á móti ekki
mjólkurlagin, þá mjólkar hún eigi af sér holdin, heldur
mjólkar að eins hlutfallslega við holdgjafaefnin í fóðrinu.
|>að af holdgjafalausu efnuuum, sem er fram yfir hið
eðlilega hlutfall, fer því að forgörðum.
En smátt og smátt breyta líffærin stefnu sinni.
Efnaskiptin í líkamanum minnka, kýrin etur minna og
fer að safna lioldum í stað þess að framleiða mjólk.
Sama getur átt sér stað, þótt hlutföll efnanna séu hæfi-