Búnaðarrit - 01.01.1887, Side 87
83
leg, ef kýrin er betur lagin til holda en mjólkur. J>að
er pví skilyrði fyrir pví, að kýrin framleiði mikla mjólk,
að liún sé mjólkurlagin, að fóðrið sé gott og nægilegt,
og allt, sem lýtur að liirðingunni, sé í góðu lagi.
En sökum þess, að kýr eru vanalega einungis hafðar
til þess að mjólka, en ekki tekið tillit til neinna ann-
ara afurða, og kýrin getur því álitizt sem vél, er ein-
ungis staríi að þvi, að breyta heyi í mjólk, þá er áríð-
andi, að þessi vél vinni sem mest; því að eftir því á-
vaxtar hún betur þann höfuðstól, sem liggur í henni.
Enn er það, að kýrin þarf ætið sitt ákveðna viðhalds-
fóður; það eru kolin, sem þurfa að brenna í vélinni til
þess að hún geti gengið; því er áríðandi, að kýrin geti
etið sem mest fóður frain yfir viðhaldsfóður, til þess að
breyta því í mjólk. J>að er því sárgrætileg heimska, að
kvelja mjólkurkýr eða gefa þeim naumt, sem þó er svo
aímennt; því að það er mikill skaði fyrir hvern og einn
að hafa fieiri kýr en þær, sem hann getur fóðrað vel.
Setjum dæmi: Arni og Bjarni voru sambýlingar, og
áttu sínar þrjár kýrnar lxvor. Allar voru kj?rnar mjólkur-
lagnar og jafnir kostagripir, og var hver þeirra metin á
120 kr. Eitt haust höfðu þeir venju fremur lítil hey,
svo að þeir sáu. að þeir gátu eigi gefið kúnum meira.
en 60 pund af töðu til jafnaðar livern dag yfir allan
innistöðutímann, eða hverri kú að meðaltali 20 pund á
dag. Árni lét þó sínar þrjár kýr lifa, og gaf hverri 20
pd. á dag. Nú þurfti liver kýr sér til viðlialds 12 pd.
af töðu á dag, eða allar til samans 36 pd. J>essi 36
pund gáfu alls engan arð; þau voru að eins eyðslufé,
sem varð að ganga til þess, að kýrnar héldust við, eða
kolin, sem þurftu að brenna til þess að vélarnar gætu
gengið til þess að breyta þessum 24 pundum af töðu,
sem eftir eru, í mjólk. J>ar á móti fargaði Bjarni einni
6*