Búnaðarrit - 01.01.1887, Síða 91
87
Aðgætandi er, að það er sjaldnar, að grasbrestur á
túnum komi af óáran, heldur orsakast hann oftar af
pví, að túnin eru illa ræktuð. En mestur hagur er að
því, að koma í veg fyrir töðuhrestinn ef unnt er. Setj-
um enn dæmi: Einar var sambýlingur þeirra Arna,
Bjarna og Daða, og átti einnig prjár kýr, sem voru
jafnir kostagripir og kýr hinna. Næsta sumar á undan
því sumri, sem hér liefir verið rætt um, var venju frem-
ur heitt og vætusamt Grasvöxtur varð því mjög mik-
ill. Sökum votviðranna náði áburðurinn vel að leysast
upp, og af því að grasvöxturinn var milcill, urðu rætur
jurtanna svo sterkar, að þær gátu dregið mikla næringu
til sín úr jarðveginum; svo að þegar sumarið var liðið,
var jarðvegurinn mjög snauður af jurtanærandi efnum.
Einar sá því þegar um haustið, að tún sitt gæti eigi
sprottið vel næsta sumar, nema hann bæri venju betur
á það; en til þess vantaði hann áburð. Einar liafði þó
fyrirhyggju til þess, að búa sig nógu snemma undir
þetta. Um haustið safnaði hann inn rofi, mold og
ösku, sem hann gróf upp úr gömlum haugum, er voru
löngu grasgrónir þar í túninu; um veturinn blandaði
hann þessu saman við mykjuna, og drýgði þannig og
bætti áburðinn mikið. Næsta vor fékk hann sér mótak,
og fyrir það gat hann notað nokkuð af sauðataði til á-
burðar. J>að, sem gekk til móvinnunnar og vinnan við
að koma hinum aukna áburði ofan í túnið fram yfir
það, sem hefði gengið til þess, að hagtæra sauðataðinu
til eldsneytis, nam 5 dagsverkum karlmanna og 5 dags-
verkum kvennmanna. pessi vinna var metin 16 kr.
Enn hafði Einar þó allt of lítið eldsneyti. Hann fór
því og notaði moðsuðu, en fyrir það komst hann vel
af. Fyrir allt þeta gat Einar borið nægilega á túnpart-
inn sinn, euda spratt hann þriðjungi betur um sumar-
ið, en túnpartar hinna. fegar slátturinn kom, þurfti