Búnaðarrit - 01.01.1887, Síða 103
9!)
töðurnar svo illa, að þeir liafa ekki hugmynd uin, hvert
er næringargildi liinnar beztu töðu; þótt þeir ef til vill
álíti sínar töður ágætar,af því að þeir hafa aldrei þekkt
betra. Enn fremur er það, að matteguudirnar jafua
oft efnalilutföllin í fóðrinu; meltist það þvi betur, og
það sem meltist kemur eð betra lialdi en ella. Ef því
t. a. m. 1 pund af olíukökum jafnar svo hlutföll efn-
anna í heygjöfinni, að notagildi hennar aukist jafnmik-
ið sem af tveim pundum af beztu töðu, þá verður nota-
gildi þessa eina punds af olíukökum jafnt 5 pundum af
beztu töðu, allt fyrir það, þótt næringargildi þeirra sé
eigi talið að vega nema móti 3 pundum af beztu
töðu.
Aður er sagt (bls. 92) eftir hverju gjafatöflur þess-
ar eru reiknaðar. Eftir hinu sama er hægt að reikna
nýjar gjafatöflur, eftir því sem liverjum og einum sýn-
ist bezt horfa við; því að þótt hlutföll efnanna í fóðr-
inu verði að fylgja ákveðnum lögum, þá inega þó gjafa-
töflurnar ekki stöðugt vera hinar sömu;því að þær verða
að laga sig eftir gangverði fóðurtegundanna. J>egar
því fóðurtegundir eru keyptar frá iitlöndum, verður
fyrst og fremst að liafa hliðsjón af því fóðri, sem fyrir
er; reikna svo rit gjafatöflur, til þess að sjá. hvaða efni
einkum vanta, og í livaða fóðurtegundum er haganlegast
og ódýrast að kaupa þau. J>að er auðvitað mjög erfitt
að fylgja þessu á meðan ekki er hægt að fá fóðurteg-
undir rannsakaðar hér á landi. En sá, sem liefir þekk-
ing á fóðrinu og fóðruninni, getur þó farið nærri af
reynslunni, ef hann liefir nægilega nákvæma hirðinguá
skepnunum. J>að verður því hver og einn að leita
sjálfur eða þreifa fyrir sér í þessu efni, til þess að finna
liið bezta; því að alls ekki er hægt sem stendur, að gefa
neinar ákveðnar ieglur um þetta. Að sönnu er hægt að
7*