Búnaðarrit - 01.01.1887, Síða 111
107
Hagarnir voru ágætir, og svöruðu pví fyllilega til þess
vetrarfóðurs sem Árni gaf. Hans kýr hélt pví vel nyt
sinni. En á hinn bóginn brá Bjarna kú við sumarhag-
ana, og af pví að hún var komin í svo lága nyt, þá
hafði vökvaleiðslan að nokkru leyti stefnt frá mjólkur-
færunum. í stað pess að græða sig, þegar fóður henn-
ar jókst og batnaði, fór hún að safna feiti; og geltist
því tiltölulega við Árna kú. Báðir tóku þeir kýr sínar
inn snemma í október En þá hafði Árna kýr mjólk-
að yíir sumarið 1000 potta en Bjarna kýr 550 potta.
Árni hafði því liaft 45 krónum meiri hag af sinni kú
yfir sumarið, lieldur en Bjarni; og yfir veturinn hafði
hann haft 16 kr. meiri hag. Eftir að kýrnar voru
teknar inn var ágóði og kostnaður nær hinn sami.
Árna kýr mjólkaði meira, en hún þurfti að sama skapi
meira fóður, af því að hún var holdgrennri. Yfir árið
liafði Árni því haft 61 krónu meiri ágóða af sinni kú,
heldur en Bjarni, (sbr. síðu 3—4). — Auðvitað gildir
þetta ekki ætíð; ef t. a. m. kýr, sem illa er fóðruð, og
gengur út í lágri nyt, er mjög mjólkurlagin og liraust,
getur verið, að hún græði sig nokkuð yfir sumarið. En
skaðinn getur orðið enn meiri, en hér er bent á, og
mtíð er vist að skaðinn verður mikill að því, að fóðra
kýr illa á veturna, ef sumarhagar eru góðir. Og þessi
dæmi byggjast á svo algildum lögum, að meðaltal allra
meðaltala verður að vera nálægt þessu. En þó er at-
hugandi, að ekki er ætíð hægt að fylgja þessu, með burð
kúnna, því að ýms önnur atriði verða að koma til greina,
og sérstakar heimilisástæður geta inikið breytt notagildi
■mjólkurinnar.