Búnaðarrit - 01.01.1887, Page 118
114
Betra væri þó að s.jóða undanrennuna lítið eitt; því
að þá verður hún auðmeltari og um leið hollari. Svo
verður að kæla mjólkina, þangað til hún er orðin ný-
mjólkurvolg, eða niður í 35" C., áður en hún er gefin.
Lítið verður þó að gefa af undanrennunni fyrst í stað,
heldur auka gjöfina smátt og smátt. Ekki skyldi þó
láta mjólkina standa lengi; því að ef undanrennan er
mjög blá verður mismunurinn enn meiri. Blá undan-
renna er einnig óholl fyrir kálfa; enda er hætt við, að
mjólkin hafi lítið eitt súrnað ef hún hefir staðið lengi.
Ef kálfar skyldu veikjast eða fá niðurgang eftir að farið
er að gefa þeim undanrennu, þá verður að minnka
undanrennugjöfina aftur, en auka í þess stað nýmjólk-
urgjöfina og halda því áfram, unz kálfurinn er orðinn
hraustur aftur. Batni kálfinuin eigi þegar við það, þá
hefir oft reynzt vel. að setja lítið eitt af skafinni krít
saman við mjólkina; því að krít eyðir eða bindur sýr-
urnar í sér, er hafa myndazt í innýflunum, og eru oft
orsök niðurgangsins.
J>egar kálfar eru orðnir 5 — 6 vikna gamlir, má vera
húið að venja þá af nýmjólkinni, ef þörf þykir til
þess. J>ó er mjög óhentugt að gefa undanrennu ein-
göngu; því að sökum þess, að búið er að taka feitina
að miklu leyti úr mjólkinni, þá verður mun minna af
holdgjafalausum efnum í fóðrinu, í samanburði við hold-
gjafaefnin heldur en hæfilegt er. |>að verður því að
gefa eitthvað það með undanrennunni, sem jafnar hlut-
fóll efnanna, svo að þau verði líkari því, sem þau eru í
mjólkinni. J>etta er þó ekki auðvelt; því að kolahý-
drötin geta illa komið í staðinn fyrir feitina,vegna þess
að kálfar þurfa nokkuð af feiti. Enda bendir náttúran
á að svo sé, því að vanalega eykst smjörið í mjólkinni,
eftir því sem lengra líður frá burði kúnna. Ef vel
væri, mætti því ekki hætta við nýmjólkina til fulls, fyr