Búnaðarrit - 01.01.1887, Qupperneq 121
117
1 pess stað. Ef svo stendur á, að ný mysa sé til eða
soð, pá er gott að gefa pað, pegar farið er að draga af
mjólkurgjöfinni, svo að pað myndi millilið milli mjólk-
urdrykkjunnar og vatnsdrykkjunnar. Ef pað er ekki til
og lítið er um mjólk, pá getur pað verið til fióta að
gefa hevte. En einkum eru pað pó kolahydröt, sem
kálfinum veitist með pví; sama er og að segja, pótt
honum sé gefin mysa. Ef petta er pví gefið með und-
anrennu, pá vantar feitina í fóðrið. Erlendis er pað
algengt að gefa kálfum hörfræmjölsúpu, sem lítið eitt er
sett saman við af salti, og er ein pungaeining af mjöl-
inu soðin í 7—14 pungaeiningum vatns. |>essu er svo
hlandað volgu saman við undanrennuna, pegar á að
fara að gefa kálfinum. Ef mjólkin er soðin, pá má
sjóða mjölið í henni. Ekki má pó gefa kálfinum fyrst
í stað meira en '/s úr pundi á dag, en svo má smátt og
smátt auka pað upp í 1 pund. Með pví að gefa hör-
fræmjöl veitist kálfinum nokkuð af feiti, svo að pessi
samsetning líkist að nokkru nýmjólkinni. En til sveita
hagar víðast svo til, að mun ódýrara verður að gefa
kálfinum meira af nýmjólk, heldur en að gefa lionum
hörfræmjöl. J>að er að eins í kauptúnum, par sem
mjólk er í háu verði, og útlendar fóðurtegundir eru
keyptar til pess að framleiða mjólk, að petta gæti kom-
ið til greina.
Á tímabilinu frá pví að kálfurinn er 3—6 mánaða
gamall má smáminnka mjólkurgjöfina eins og áður er
sagt, en pá verður að vatna honum tvisvar á dag. En
ætíð skyldi gefa kálfinum vatnið eingöngu, en ekki
blanda pví saman við mjólkina,eða hvað sem pað svo er
sem hann er fóðraður með. Ef pessa er ekki gætt, pá
neyðist kálfurinn til að drekka meira en honum er eig-
inlegt, en par af leiðir, að liann verður fóðurfrekari en
ella, vambmikill og lubbalegur.