Búnaðarrit - 01.01.1887, Side 122
118
|>egar kálfurinn er orðinn nær því 6 mánaða, fá
er kann vel haldinn, þótt hann fái að eins töðu, en
þess verður að gæta, að hún sé vel verkuð. Og ef svo
stendur á að fóðrið er skemmt, þá má sízt af öllu láta
það ganga á kálfana.
pegar kálfum eru gefnar ýrnsar mattegundir, þá
verður fyrst fram eftir að leitast við, að hlutföll efn-
anna í fóðrinu séu sem líkust og í nýmjólk; en í meðal-
nýmjólk er talið að holdgjafaefnin séu sem 1:4,4 hold-
gjafalausra efna. Eftir því sem kálfurinn eldist mega
hlutföllin fjarlægjast eins og eftirfylgjandi tafla sýnir1.
I*ö er aðgætandi, að þar er fóðrið tekið eins og það
kemur fyrir, án þess tillit sé haft til þess, hve mikið
meltist af því.
Nautgripur
sem vegur 100—200,200—300,300-500,ÍOO—750,750—1000 pd.
þart' af holil-
gjafaefnum : 4.0 3,8 3,5 3,2 2,8 —
kolahýdrötum : 13,0 15,2 17,5 19,8 22,2 —
feiti um : 2,5 2,0 1,5 1,0 0,7 —
pað þarf mikla vandvirkni og nákvæmni við fóðr-
un kálfanna, sem eðlilegt er, þegar þeir fá ekki að ganga
undir móðurinni. Menn taka því að sér störf náttúr-
unnar, og þess vegua verður að reyna að fylgja sem
hezt lögum hennar. J>að er áríðandi, að allt sé sem
reglubundnast. Mjólkin, sem kálfunum er gefiu, verður
ætíð að vera jafnheit, eða nýmjólkurvolg. En ekki er
hægt að fylgja því nema hitamælir sé hafður. Enn
fremur verður ætíð að fóðra kálfana á sama tíma; því
að ef þeir fá fóðrið fyr í eitt skipti en annað, þá hafa
þeir eigi melt fóðrið í innýflunum sem þurfti, og kemst
þá ólag á meltinguna. Ef þar á móti líður of langt á
1) Taflan er teldn eftir próf. Hampus von Post.