Búnaðarrit - 01.01.1887, Page 128
124
að þeir falla inn í júfrið, og mjólkin rennur sjálfkrafa
niður í spenana. pegar mjólkin er því kreist niður úr
spenunum, purfa vöðvarnir eigi að verka óeðlilega. Við
pessa mjaltaaðferð er öll hendin notuð jafnt. |>umal-
fingur og vísifingur ganga upp á júfrið, og prýsta mjólk-
urpunganum frá hringvöðvunum, svo að mjólkin geti
fallið niður í spenana. J>á eru hinir fingurnir heygðir
inn í lófann hver eftir annan; hleypur þá mjólkin und-
an þeim og kreistist niður úr spenunum. J>essi aðferð
er mikið líkari þeitn tökum, sem kálfarnir hafa, þegar
peir sjúga, og er því betri fyrir kýrnar. Enda standa
kýr oft kyrrar, þegar þær eru mjólkaðar, ef þessi aðferð
er höfð, þótt þær láti illa ef mjólkin er toguð niður úr
spenunum. Enn fremur kemur það oft fyrir, að sprung-
ur séu eftir þverum spenunum. Við togmjaltir ganga
sprungurnar sundur, er gjörir kúnum oft mikil óþæg-
indi; einnig verða sprungurnar mikið seinni til að gróa
en ella. J>egar mjólkin er kreist niður þurfa sprung-
urnar þar á móti ekki að ýfast upp; af því að pá parf
eigi nema að eins að prýsta hægt ofan á pær. J>að
ættu pví allir, sem við mjaltir fást, að gjöra sér far um
að læra sem fyrst þessa aðferð, og leita sér tilsagnar hjá
peim sem kunna, ef þeir geta eigi lært pað af sjálf-
um sér.
J>egar kýr hafa gengið með fóstri 6—7 mánuði, er
•óeiginlegt að pær mjólki að mun eftir pað; því að það
veiklar kýrnar og fer mjög illa með pær. Enda er eigi
eðlilegt, að kýrin geti gefið af sér mjólk til muna, peg-
ar hún á að næra fóstrið á mesta framfaraskeiði þess,
eg par að auki, að við halda sínum eigin likama. Ef
kýrin mjólkar pví talsvert eftir pennan tíma, leggur
hún vanalega af í stað pess að hún hefði þurft að hvíla
sig og safna nýjum kröftum og nýjum holdum til að
framleiða afurðir á komandi ári. En ef kýrin er mög-