Búnaðarrit - 01.01.1887, Page 129
125
ur þegar hún ber, er ekki að búast við, að hún komist
í háa njrt. pað er búið að ofbjóða kröftum hennar og
líífærum. Enn fremur er sjaldan að búast við því, að
hlutföll efnanna í fóðrinu séu svo hæfileg að þau svari
til þeirra mjólkurafurða, sem góðum mjólkurkúm er
eiginlegt að veita fyrst eftir burðinn. Yerða þær því
að hafa efni 1 sínum eiginlíkama, sem geti gengið til
þess að jafna svo lilutföllin í fóðrinu að þau svari til
afurðanna, eða að hafa svo mikil hold, að þær megi við
því, að mjólka þau nokkuð af sér, án þess þó að það
hafi skaðleg áhrif á þær. Einkum er þó skaðlegt, að
kýr að öðrum kálfi, sem eru mjólkurlagnar og hold-
grannar, leggi saman nytjar; því að það getur að meiru
eða minna leyti eyðilagt frambúðarnot þeirra. Aftur á
hinn bóginn skaðar það ekkert, þótt nytlágar kýr, sem
eru sterkbyggðar, feitlagnar og holdmiklar, leggi því
nær saman nytjar.
]?egar kýr vilja eigi geldast sjálfkrafa, en þó er
auðsæ þörf fyrir að þær geldist, þá verður að reyna að
gelda þær upp. |>á verður fyrst að mjólka þær einu
sinni á dag og síðan annan livern dag, unz þær eru orðn-
ar geldar. Einnig má draga lítið eitt af fóðri þeirra,
ef þær standa inni. J>ó verður að gæta mikillar vara-
semi, og ef kýrin vill mjólka, má alls ekki reyna að
láta hana geldast snögglega með því að hætta mjöltum
að mun eða minnka mikið gjöf við hana; því að slíkt
getur haft skaðleg álirif, og valdið því að kýrin reynist
mjög illa næsta ár, og jafnvel að hún nái sér aldrei
framar.
|>egar kýrin er orðin geld, verður þó, að minnsta
kosti tvisvar sinnum í viku, að taka 1 spena á henni,
til þess, ef nokkur mjólk hefir fallið til júfursins, að
mjólka hana á burtu. Ef þetta er vanrækt, þá er að
búast við því, að mjólkin harðni upp í júfrinu, eða
•