Búnaðarrit - 01.01.1887, Síða 131
127
sem júfrið er undirbúið þegar kýrin ber, pví betra gagn
sj'nir hún næsta ár.
Ekki er pó hægt að hafa nákvæmt eftirlit með
mjöltunum, nema mjólkurtöflur séu haldnar. A mjólk-
urtöflunum sést, hvað liefir gefizt vel og hvað hefir gefizt
illa, og eftir pví er hægt að haga sér. Enn fremur
sést þá ljóst, ef einhver kyr mjólkar venju minna eitt
árið en annað, og ef nyt hennar hrapar fljótt niður.
|>egar pví eitfhvert ólag er á, geta húsbændur pegar
séð pað á mjólkurtöflunum. J>eir verða pá að leita eft-
ir, hver orsökin sé, til þess að koma í veg fyrir petta
ólag. Stundum er pó ekki hægt að ráða svo bót á því,
að kýr geti sýnt fullt gagn það árið. Allt fyrir pað er
áríðandi að vita orsökina til pessa, svo að hægt sé að
koma í veg fyrir, að slíkt liendi framar. »Skaðinn
gjörir mann hygginn« segir máltækið; en hann gjörir
menn ekki hyggna, nema peir verði varir við skaðann
og viti orsakir til hans. Engu síður er áríðandi, að
vita pegar kýr sýna venju fremur gott gagn. J>á verð-
ur einnig að leita að orsökunum, svo að unnt verði að
fylgja peim eða haga sér eins í pessu efni framvegis.
Eljótlegast er að mæla mjólkina með mjólkurkvarða.
Ef mjólkurföturnar eru fleiri en ein og liafa mismun-
andi stærð og lögun, pá verður sérstakur kvarði að vera
fyrir hverja fötu, eða þá að mæla allt af 1 sömu fötunni.
par sem mjólkin er sett verður að vera láréttur pallur,
sem hægt sé að setja fötuna á meðan mjólkin er mæld.
Kvarða pessa geta allir búið til sjálfir. Ekki er annað
en að láta fötuna standa á láréttum stað, eða á borði
sem ekki hallast, og mæla svo í hana með merkurmáli.
Við hverja mörk, sem helt er í fötuna, er kvarðanum
stungið beint niður með fötubarminum, og sett merkið
á kvarðann við yfirborð mjólkurinnar. J>essu er svo
haldið áfram, unz fatan er orðin full. Eins mörg og