Búnaðarrit - 01.01.1887, Page 132
128
merkin verða á kvarðanum, eins mörg pund eða merk-
ur tekur fatan. J>egar kvarðinn er fenginn, er á svip-
stundu hægt að mæla, hversu margar merkur af mjólk
eru í fötunni í það og það skipti. J>á má einnig vega
mjólkina og er potturinn talin tvö pund.
Mjólkurtöflurnar verða ætíð að byrja á sama degi
ár eftir ár, en ekki að það sé talið frá burðardegi kúnna
og til jafnlengdar næsta ár. Töflurnar má byrja hve-
nær sem er á árinu, en haganlegast vaéri að hafa það
fyrir fasta reglu, að byrja þær ætíð laugardaginn fyrsta
í vetri, og mæla svo mjólkina á hverjum laugardegi,
því að ekki er liægt aunað að segja, en mælingin só
nægilega nákvæm, ef mjólkin er mæld einu sinni í viku,
en þess verður að gæta, að rnæla þá bæði kveld og
morgna, og færa svo dagsnyt kýrinnar 1 töfluna. En
skyldi svo fara, að það gleymdist að mæla mjólkina ein-
hvern laugardaginn, þá verður að mæla hana næsta
dag á eftir, en alls ekki geyma það til næsta laugar-
dags; því að ef tvær vikur líða á milli þess, sem mælt
er, getur mælingin orðið allt of ónákvæm, endaereinn-
ig liætt við, að sú vika glevmist alveg, þegar ársnyt
kýrinnar er reiknuð út. Enn freinur væri æskilegt, að
dagsnyt hverrar kýr væri sett sér og strokkuð sér einu sinni
í mánuði, svo að hægt væri að vita, liversu mikið smjör
hver kýr veitir yfir árið. Mjög hentugt væri að liafa
rjómamælir, en hann sýnir hversu mörg °/o eru af
rjóma í mjólkinni. Jafnfraint mjólkurtöflunum, verður
að hafa töflur yfir fóður kúnna, svo hægt sé að sjá,
hvernig þær borgi tilkostnað og liver kýrin gjöri það
bezt. — Fóðurtöflum og mjólkurtöflum má allavega
haga að formi til, en allþægilegt er að haga þeim líkt
þessu :