Búnaðarrit - 01.01.1887, Page 139
135
eftir ár næstura hálft fjórða hundrað krónur fram yfir
fóðurkostnað. Enn fremur er pað, að töluverður hluti
af mjólkinni framleiddist af sumarfóðri; fyrir þá sök
verður fóðurkostnaðurinn minni. J>að má einnig taka
það fram, að kýrin lítur út fyrir að vera mjög holdsöm
og þurftarlítil og er ekki stærri en meðal kýr.
Við skýrsluna nr. 3 vantar að geta burðardags
kúnna; en það getur skipt miklu, á hvaða tíma árs
geldstöðutími þeirra stendur yfir o. s. frv. Enn fremur
er ekki við neina af þessum skýrslum getið um aldur
kúnna, sem liefir þó mikla þýðingu. J>á vantar einnig
mikið við skýrslurnar nr. 1 og nr. 2, þar sem fóður-
skýrslur fylgja eigi með, svo að hægt hefði verið að sjá
mismun á arði og tilkostnaði kúnna.
I skýrslunni nr. 3 er mjólkurpotturinn metinn 12
aura, samkvæmt gömlu lagi að reikna, 10 merkur mjólk-
ur á 2 fiska. Mjólk er lítið seld hér á landi, og gang-
verð hennar er mjög mismunandi. A sumum stöðum
er potturinn 10 aura, á öðruin stöðum 20 aura. Nær-
ingargildi mjólkurinnar er þó hið sama. J>að er að eins
notagildi liennar, sem gjörir gangverðið svo mismun-
andi. J>ar sem börn eru eða gamalmenni, er oft varla
hægt að vera án mjólkur. Enn fremur gjörir nyjólkin
ýmsan mat hollari ijúflengari og búdrýgri en ella. J>ar
sem því t. a. m. 10 manns eru í heimili, er notagildi
fyrstu kýrnytarinnar svo mikið, að varla er hægt að
meta það til verðs. Notagildi annarar kýrnytarinnar
er og mikið, en þó töluvert minna. J>ar á móti verður
notagildi 4. kýrnytarinnar enn minnst fyrir heimilið.
Verður því að meta mjólkina eftir því markaðsverði,
sem hægt er að fá fyrirhana eða afurðir hennar smjör,
skyr eða ost, eða næringargildi hennar, ef hún verður
ekki seld. J>etta verða menn vel að atlmga. Margirá-
líta, að ekkert ávaxti jafnvel liöfuðstól sinn og það fé,