Búnaðarrit - 01.01.1887, Side 144
140
vinnu. Smábúskapurinn venur á að liugsa smálega,
taka sér lítið fyrir, hlaupa frá einu til annars og yíir
höfuð á aðfaraleysi, og hlýtur að draga úr allri andlegri
og líkamlegri atorku'.
Yíir höfuð hygg eg, að skipting jarðanna ísmábýli:
tvíbýli, afbýli og hjáleigur, eigi mikinn pátt í að drepa
niður dugnað og velmegun, og draga úr auðafli bænda,
en ala fátækt, dáðleysi og alls konar aumingjaskap. Og
eg hygg, að pað væri milclu affarasælla, að bújarðirnar
væru stærri, og aðgangur að peim ógreiðari eða bund-
inn meiri tryggingu fyrir pví, að menn væru færir um
að búa.
Byggingarmátinn á jörðum og aðrir kostir leiguliða
af hálfu landsdrottna, eftir lögum peim og venju, sem
nú er fylgt, er pað prep, sem stendur öllum búfram-
förum í vegi. f>að er víða siður að byggja jarðir til árs í
senn, pannig, að leiguliða er gjört að skyldu að »taka
heima* árlega, ef hann vill vera; og á sama hátt getur
landsdrottinn árlega sagt honum upp ábúðarréttinum.
Yanalega eru pau ein skilyrði sett, að leiguliði standi í
skilum og hirði jörðina »forsvaranlega«. Margar opin-
berar eignir rnunu vera með slíkum skilyrðum byggðar
svo lengi sem ábúandi vill vera; en séu pær eignir ein-
stakra manna, er pessu oft bætt við: »en lausa skal
liann híta jörðina, ef eg eða mínir óska pess«. Ef jarð-
ir eru byggðar »upp á lífstíð*, mun pað venja, að ekkj-
an njóti mannsins ábúðarréttar. I sumum héruðuin
landsins mun pað algengt, og sums staðar að erfingjar
hafi einnig forgangsrétt fyrir öðrum; en petta er engum
1) Eftir að |iotta var skrifað, hofi eg sóð, að hr. Saan. Eyjúlfs-
son álítur cymdar-ástand Skaftfellinga að niikln leyti að kenna
,,pröngbýii og pörtunum á jörðunum1 11. (Skýrsla búnaðarfélags
Suðuramtsins 1884—8G, bls. '28—29).