Búnaðarrit - 01.01.1887, Side 149
145
um miklu landbúnaðarframförum par á síðustu áratug-
um. J>ar er algengust bygging upp á lífstíð (manns og
konu), bygging upp á lífstíð tveggja eða lleiri hvers
fram af öðrum (minnst 50 ár) og erfðafesta með rétti
til að selja og veðsetja. J>ar getur leiguliði að eiganda
fornspurðum fengið eriingja sínum ábúðarrétt sinn, og
dánarbú manns getur selt hverjum sem það vill ábúð-
arrétt fyrir þann tíma, sem maðurinn átti eftir að nota
hann, ef ekkjan notar hann ekki sjálf.
Hjá Dönum er það með lögum fyrirbyggt, að hluta
jarðir í smátt, en gefin hvöt til að stækka þær. Sjálfs-
eignarmenn geta ákveðið, hver af erfingjum sínum skuli
liljóta jörðina, hve mikið henni skuli fylgja í húsum, fén-
aði og búsáhöldum, og hve hátt hún skuli honum met-
in til verðs, ásamt því er fylgir. Leigujörðum fylgir
venjulega fullkominn bústofn að fénaði, öll nauðsynleg
jarðyrkjuverkfæri, svo sem vagnar, plógar, herfi o. s. frv.,
nægilegt sæði til fyrsta árs af öllum sáðtegundum, sem
á hverri jörð eru notaðar og að sjálfsögðu öll hús, er
þurfa þykir á jörðinni. Fráfaranda eru endurgoldnar
allar jarðarbætur, er hann á óuppunnar í jörðinni. Vegna
þess, hve mikið lausafé þar fylgir jörðum, verða leigu-
liðar oftast að setja veð eða trygging fyrir því, og auk
þess vanalega hafa vottorð um, eða vera kunnir að því,
að hafa til að bera þekkingu og æfingu í öllu verklegu
viðkomandi landbúnaði o. s. frv. J>ess vegna verða leigu-
liðar þar, að hafa töluverð efni eða gott álit fyrir búvit,
til að geta byrjað búskap, enda má svo segja, að allt
sé þá til taks á jörðinni, þegar að henni er komið.
Fyrir 26 árum hefir í búnaðarfélaginu danska ver-
ið haldinn fyrirlestur og umræður um hið þáverandi
jarðabyggingarástand þar. Fyrirlesarinn segir: »|>að,
sem myndar verð jarðarinnar, er vinna og'álurður.
Búnaðarrit. I. 10