Búnaðarrit - 01.01.1887, Side 154
150
því að höfuðjörð og hjáleigur eru oft metnar sanian), og
líklega 1 /s undir 5 hndr., pannig, að hýli undir 5 hndr.
séu 297, en býli undir 10 hndr. 767, eða tæpir 2/b af
öllum býlum; hjáleigur og býli undir 10 hndr. eru sam-
tals 992, eða tæpur helmingur allra býlanna. Johnsen
telur (1845) 1912 jarðir með 2582 ábúendum, og eru pá
tvíbýli á 670 jörðum, eða meira en priðju hverri. Eftir
jarðabókinni 1861 eru býli 2010 eða 98 býlum fleira
en 1845. Gjöri maður ráð fyrir sama hlutfalli milli
jarða og ábúenda nú og pá, eru peir nú 2710. Tvíbýli
eða fleirbýli mun óvíða vera á smærri jörð en 10 hndr.
og að líkindum hvergi á jörðum undir 5 hndr.; pví ár-
ið 1885 eru búendur á 5 hndr. og paðan af meira
2017. Séu pví öll smábýlin (undir 10 hndr.) 992 dreg-
in frá sem einbýlisjarðir, verður á hinum 1018 stærri
býlum 859 tvíbýli, en 159 eiubýli, eða eftir pví fleiri,
sem mörg eru fleirbýli. J>ótt petta séu eigi áreiðanlegar
tölur, sýna pær pó ljóslega, að mestur fjöldinn af bú-
endum í Suðuramtinu býr á smáum býlum eða í tví-
býli, sem bæði er orsök og einkenni fátæktar og pröngra
kjara. Meðan panuig er ástatt fyrir bændastétt vorri,
er eigi mikils af henni að vænta. Eftir pessari áætlun
um búendatöluna, býr hver að jafnaði á 10.i lindr.; til
að auka býlin um priðjung, eða upp í full 15.2 hndr.,
pyrfti að fækka ábúum um priðjung, eða niður í 1806,
en býluin fækkaði pó að eins um 204, p. e. ekki fullt
um 1 hjáleigu fyrir hverja höfuðjörð, sem lijáleigur fylgja.
|>að áliti eg mikla bót, yrði pað undir pví fyrirkomu-
lagi, er leiddi til pess, að hinir óhæfari ábúendur gengi
úr og hin óhæfustu býli.
J>að er eitt inikla meinið, að bændur verða að
flytja með sér öll sín búsáhöld og að sumu leyti húsin
líka milli jarðanna, við hina iðulegu búferlaflutninga
fram og al'tur, og pað undir vorum mjög ópægilegu