Búnaðarrit - 01.01.1887, Síða 164
160
eða sízt þegar í stað. Ef haugarnir eru þyí úti, verður
að gæta þess að haugstæðin séu á þeim stað, þar sem vatn
nær eigi að renna að þeim, og helzt þar, sem sól
nær sem minnst að skína á þá. Enn fremur skyldi
ætíð bera nokkuð þykkt moldarlag í haugstæðin, áður
en í þau er safnað. Svo í hvert skipti, sem flutt er úr
haugstæðunum, skal einnig flytja moidarlagið á burtu,
sem þá er orðinn góður áburður, og setja svo nýtt
moldarlag í staðinn. Enn fremur verður að gæta þess,
að bera haugana þannig upp, að þeir verði ávalir að
ofan og sem jafnastir utan, svo að vatn nái eigi að
standa í þeim. Ef þessa er vel gætt og ef áburðurinn
er vel blandaður fyrir, þá er það ekki næsta mikið, sem
missist af áburðarefnum.
J>að er mjög algengt, að áburðurinn er fluttur á
túnin seint á haustin, þegar jörð er orðin frosin. Á-
burðurinn er þá látinn liggja yfir veturinn í smáhlöss-
um, reinum, eða hann er dreifður yfir túnin. fessi
aðferð er fráleit; því að þegar þíður eða rigningar ganga
að vetrinum, leysist áburðurinn upp. En sökum þess,
að jörðin er þá vanalega frosin, hefir hún ekkert bind-
ingarafl í sér; svo að liún getur eigi tekið á móti þeim
áburðarefnum, sem leysast upp. |>au flytjast því á burt
með rigningarvatninu eða leysingarvatninu, og ef það
nær að renna burt af túnunum, koma þau því ekki að
notum. Ef menn vilja þó flytja áburð út á þessum
tíma árs, verður að setja hann í tveggja hesta hlöss,
þjappa hlössunum saman, hafa þau jöfn utan og ávöl
að ofan. Ef áburðurinn er þar á móti ekki fluttur út
fyr en að vorinu, þá er ekki að óttast þetta tjón. En
þá kemur annað til greina. Ef þurviðri ganga að vor-
inu, þá leysist áburðurinn lítið upp, svo að hann kemur
að litlu gagni það sumar. Enn fremur er oft erfitt að
vinna áburðinn svo smátt, að hann gangi vel ofan í rót-