Búnaðarrit - 01.01.1887, Page 166
162
urinn mylst lietur og gengur betur niður í rótina. En
I>að geta verið deildar meiningar um, hvort það eigi að
nota fyrsta tækifæri að vorinu til þess að breiða liann
eða 'mylja niður í rótina, eða þá að draga það í lengstu
lög fram eftir vorinu. J>egar áburðurinn liggur dreifður
eða ausinn yfir túnunum, þá hlífir liann og slcýlir jurt-
unum; og ef að eins er litið á það, þá væri bezt að
draga það sem lengst að breiða túnin; því að ef áburð-
urinn liggur dreifður á þíðri jörð, missist mjög lítið af
efnum lians á burtu. Enn er það, að ef góð tíð kemur
snemma að vorinu og áburðurinn er þá mulinn niður í
rótina. þá kemur meira líf í jarðveginn en ella. Ef svo
skyldi koma mikið kuldakast síðar að vorinu, þá hefði
verið betra að liafa ekki breitt túnið svona snemma;
því að eftir því sem meira líf er komið 1 jurtirnar, því
liættara er við kali. J>ar á móti er æskilegt, að áburð-
urinn geti komizt sem fyrst vel mulinn niður í rótina,
ef vortíðin er hagstæð. Eun fremur má oft búast
við því, að ef hinum fyrstu tækifærum er sleppt með
að breiða áburðinn, að hentug tækifæri gefist eigi síðar,
svo að það verði að raka mikið af áburðinum burtu af
túnunum, og það sem eftir verði, gjöri lítið gagn næsta
sumar, sökum þess að það leysist ekki upp. Hvernig
bezt er að haga sér í þessu efni, fer því að miklu eftir
því, hvernig viðrar að vorinu. |>að sem reynist vel eitt
árið, getur reynzt illa annað árið. En sökum þess, að
það er aðalætlunarverk áburðarins að veita jurtunum
næringu, þá virðist einkum eiga að hafa það hug-
fast, að sjá um að áburðurinn geti orðið sem bezt und-
ir það búinn. Varasamt er því að sleppa hjá hentug-
um tækifærum, þegar fram á vorið lcemur; einkum þar
eð menn verða ætíð að renna meira eða minna blint-
í sjóinn með það, livernig tíðarfarið muni verða. Miklar
líkur eru þó til, að meðaltal margra ára sýndi að betra